Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigrún er hér í óupphituðu gróðurhúsi þar sem vínviðarsprotunum var stungið niður. Vínviðurinn frá Sardiníueyju deilir húsi með jarðarberjaplöntum en nýtínd jarðar- og hindber verða í boði á markaðnum í sumar.
Sigrún er hér í óupphituðu gróðurhúsi þar sem vínviðarsprotunum var stungið niður. Vínviðurinn frá Sardiníueyju deilir húsi með jarðarberjaplöntum en nýtínd jarðar- og hindber verða í boði á markaðnum í sumar.
Mynd / smh
Fréttir 15. júní 2016

Markaðurinn og völundar­-húsið opnað á Engi

Höfundur: smh
Á föstudaginn síðastliðinn var garðyrkjustöðin Engi, grænmetis- og kryddjurtamarkaðinn, opnaður í Laugarási, Biskupstungum. Sömuleiðis vaknaði völundarhúsið til lífsins eftir vetrardvalann. Þá verður áfram haldið með Berfótagarðinn frá því í fyrra þegar hann var kynntur sem nýjung á Engi.
 
Völundarhúsið þekkja margir, enda hefur það verið að taka á sig mynd og draga að sér athygli síðastliðin sjö ár. Völundargarðurinn nær yfir þúsund fermetra og mótast af gulvíði sem er klipptur til, en hann nýtur mikilla vinsælda hjá barnafjölskyldum. 
 
Berfótagarðurinn er nálægt völundarhúsinu og er í raun gangstígur sem liggur inni á milli hárra trjáa og lægri runnagróðurs. Gestir taka af sér skó og sokka og feta sig eftir stígnum sem þakinn er ýmsum ólíkum náttúrulegum efnum; sandi, steinvölum, furukönglum og margs konar ilmandi jurtum.
 
Vínviðurinn laufgast
 
Þau Sigrún Reynisdóttir og Ingólfur Guðnason hafa rekið lífrænt vottaða garðyrkjustöð á Engi frá 1996 og hafa alltaf verið framsækin og leitandi í því að prófa nýja hluti í krydd- og grænmetisræktun sinni. Til að mynda hafa þau sótt innblástur talsvert til Asíu.
 
Þegar blaðamaður var á ferðinni um Laugarás á dögunum tók Sigrún á móti honum, en ætlunin var að skoða hvernig Syrah-vínviðnum vegnaði hjá þeim. Um mánaðamótin apríl-maí heimsótti nefnilega ítalskur vínbóndi Engi, að nafni Alessandro Monni, en hann er frá Sardiníueyju. Tilgangurinn var að skoða möguleika á því að rækta vínvið undir berum himni á Íslandi. Ingólfur og Sigrún tóku vel á móti honum og leyfðu honum að gera nokkrar tilraunir í landi þeirra. Sigrún fylgdi blaðamanni inn í kalt gróðurhús þar sem vínviðurinn virtist vera kominn vel af stað – og jafnvel örlaði fyrir blómknöppum á nokkrum afleggjaranna. Ingólfur segir að græðlingarnir séu flestallir lifandi, en ekki votti enn fyrir rótarmyndun. „Ég veit ekki hvers vegna, kannski tekur það bara svona langan tíma. Veðrið í maí hefur reyndar verið óheppilegt fyrir vínviðinn, heitt á daginn en allt of oft hefur verið næturfrost – sem dregur úr vaxtarkraftinum.  Sem sagt miklar hitasveiflur, kannski 25 gráðu hiti á daginn en -1 gráða seinni part nætur.
 
Utanhúss er frost nýfarið úr jörð og nokkrir græðlingar bíða úti eftir að komast í nýtætta jörð.  Ef plönturnar sem eru inni lifa þá mun ég skilja eftir plöntur inni en set afganginn út á beð. En það á allt eftir að koma í ljós,“ segir Ingólfur um framvindu þessarar tilraunar.
 
Gott grænmetis- og kryddúrval í byrjun sumars
 
Ingólfur segir að grænmetis- og kryddjurtaúvalið sé bara gott miðað við árstíma. „Við verðum með salat, kirsuberjatómata, gulrætur og fleira grænmeti auk allra kryddjurtanna. Við erum líka með hindberja- og jarðarberjaplöntur til sölu og jafnvel trjáplöntur.
 
Við höfum tekið á móti hópum ef þeir óska þess með nægum fyrirvara, nemendahópar, leikskólar, starfsmannafélög, kvenfélög og þess háttar. Þar kemur völundarhúsið sterkt inn og líka nýi berfótagarðurinn, sem er enn í mótun. Sýnisgarðurinn með margs konar nytjajurtum er líka að taka á sig mynd eftir veturinn.
 
Við erum alltaf að reyna nýjar tegundir, til dæmis er hægt að fá hjá okkur hundasúruplöntur og íslenskt blóðberg.  Í júnílok verðum við vonandi með bæði melónur og maís úr eigin ræktun.  Sem sagt, allt að gerast,“ segir Ingólfur. 

5 myndir:

Skylt efni: Engi

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...