Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Malbikaðir stígar í Dimmuborgum eru þurrir og auðir, enda mokaðir með liðléttingi á dögunum.
Malbikaðir stígar í Dimmuborgum eru þurrir og auðir, enda mokaðir með liðléttingi á dögunum.
Fréttir 3. júní 2016

Malbikaðir stígar hafa sannað gildi sitt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Malbikaðir göngustígar í Dimmu­borgum voru í liðinni viku orðnir þurrir og auðir, en þeir voru mokaðir með liðléttingi. Öðru máli gegndi um ómalbikaða stíga, þeir voru fullir af snjó, bleytu og drullu. 
 
Til tals hefur komið hvort loka þurfi einhverjum leiðum á meðan þær þorna meira. Malbikaðir stígar í Dimmuborgum hafa sannað gildi sitt, en þegar ráðist var í þá framkvæmd kom fram gagnrýni þar á. 
 
Ekkert fé úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
 
Við úthlutun styrkja í ár úr Fram­kvæmdasjóði ferðamannastaða fékk Landgræðslan ekkert fjármagn og olli það mönnum vonbrigðum að því er fram kemur í frétt á Facebook-síðu Landgræðslunnar. 
 
Sótt var um 44 milljónir króna. Hugmyndin var að halda áfram að ganga frá stígum, setja upp skilti og vegpresta og malbika næsta bílastæði. 
 
Vissulega hefur ástandið í og við Dimmuborgir batnað mikið síðustu ár en það var mat Landgræðslunnar að nauðsynlegt væri að halda áfram og ljúka ákveðnum verkþáttum svo svæðið kæmist í enn betra horf.
Fólk úr fyrsta skemmtiferðaskipi sumarsins kom á dögunum og var býsna þétt á þingi í Dimmuborgum. 

3 myndir:

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...