Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Malbikaðir stígar í Dimmuborgum eru þurrir og auðir, enda mokaðir með liðléttingi á dögunum.
Malbikaðir stígar í Dimmuborgum eru þurrir og auðir, enda mokaðir með liðléttingi á dögunum.
Fréttir 3. júní 2016

Malbikaðir stígar hafa sannað gildi sitt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Malbikaðir göngustígar í Dimmu­borgum voru í liðinni viku orðnir þurrir og auðir, en þeir voru mokaðir með liðléttingi. Öðru máli gegndi um ómalbikaða stíga, þeir voru fullir af snjó, bleytu og drullu. 
 
Til tals hefur komið hvort loka þurfi einhverjum leiðum á meðan þær þorna meira. Malbikaðir stígar í Dimmuborgum hafa sannað gildi sitt, en þegar ráðist var í þá framkvæmd kom fram gagnrýni þar á. 
 
Ekkert fé úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
 
Við úthlutun styrkja í ár úr Fram­kvæmdasjóði ferðamannastaða fékk Landgræðslan ekkert fjármagn og olli það mönnum vonbrigðum að því er fram kemur í frétt á Facebook-síðu Landgræðslunnar. 
 
Sótt var um 44 milljónir króna. Hugmyndin var að halda áfram að ganga frá stígum, setja upp skilti og vegpresta og malbika næsta bílastæði. 
 
Vissulega hefur ástandið í og við Dimmuborgir batnað mikið síðustu ár en það var mat Landgræðslunnar að nauðsynlegt væri að halda áfram og ljúka ákveðnum verkþáttum svo svæðið kæmist í enn betra horf.
Fólk úr fyrsta skemmtiferðaskipi sumarsins kom á dögunum og var býsna þétt á þingi í Dimmuborgum. 

3 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...