Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Magn tollkvóta aukist um rífleg tvö þúsund tonn frá 2018
Mynd / KWON JUNHO - Unsplash
Fréttir 2. september 2021

Magn tollkvóta aukist um rífleg tvö þúsund tonn frá 2018

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt niðurstöður úthlutunar á tollkvótum frá Evrópusambandinu á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið 16. september til 31. desember 2021. Ekran ehf. er aðsópsmest varðandi kjötvörur, með tæplega þriðjung af úthlutuðum kjötkvóta. Innnes ehf. fékk mest af þeim kvóta sem var til úthlutunar fyrir osta og ysting, um tuttugu prósent.

Magnið sem var til úthlutunar á þessu ári er 270 tonnum meira en á síðasta ári, en 2.244 tonnum meira en á árinu 2018 þegar tollasamningurinn við ESB tók gildi.

Samkvæmt upplýsingum af vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins bárust samtals 24 gild tilboð í tollkvótana, en þeim er nú í fyrsta sinn úthlutað í gegnum vefkerfið tollkvóti.is. Þetta er þriðja og síðasta úthlutun ársins og voru alls 3.812 tonn til úthlutunar á árinu samanborið við 3.542 tonn á síðasta ári.

Innleiðing á auknum tollkvóta lokið

Þar með lýkur innleiðingu á auknum tollkvóta á grundvelli samnings Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. maí 2018, eins og fram kemur á vef ráðuneytisins.

Meðalútboðsgjald hefur lækkað þó nokkuð samhliða auknum tollkvótum. Skýringin er sögð vera sú, að líklegra sé að lægri tilboð séu samþykkt með auknu magni í núgildandi útboðsfyrirkomulagi. „Samanlagt útboðsgjald sem innheimt hefur verið á tímabilinu hefur þannig haldist nokkuð milli ára þrátt fyrir að tollkvótar hafi ríflega tvöfaldast,“ segir á vef ráðuneytisins. 

Þróun magns tollkvóta á ársgrundvelli síðastliðin fjögur ár, auk þróunar á vegnu meðalútboðsgjaldi. Mynd / ANR

Úthlutun kjötkvóta af nautgripum, nýtt, kælt eða fryst: 

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

20.000

Aðföng

25.000

Danól ehf

92.950

Ekran ehf

10.000

Garri ehf

35.000

Innnes ehf

26.000

Kjötmarkaðurinn ehf

6.000

Krónan hf

50

Mata ehf

10.000

Samkaup hf

7.000

Sælkeradreifing ehf

 

Nautgripakjöt í vörulið 0201/0202. Tólf tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti, samtals 548.050 kg. á meðalverðinu 173 kr./kg.  Hæsta boð var 455 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá tíu fyrirtækjum um innflutning á 232.000 kg. á meðalverðinu 328 kr./kg.

 

Úthlutun kjötkvóta fyrir svínakjöt, nýtt, kælt eða fryst:

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

5.000

Danól ehf

53.571

Ekran ehf

36.000

Kjarnafæði hf

4.000

Kjötmarkaðurinn ehf

75.429

Mata ehf

60.000

Stjörnugrís ehf

 

Svínakjöt í vörulið 0203. Tíu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á svínakjöti, samtals 752.003 kg. á meðalverðinu 124 kr./kg.  Hæsta boð var 252 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 234.000 kg. á meðalverðinu 216 kr./kg.

 

Úthlutun kjötkvóta fyrir alifuglakjöt, nýtt, kælt eða fryst – vöruliður 0207: 

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

89.823

Ekran ehf

2.000

Garri ehf

66.946

Innnes ehf

4.000

Kjötmarkaðurinn ehf

86.231

Mata ehf

20.000

Stjörnugrís ehf

17.000

Sælkeradreifing ehf

 

Alifuglakjöt, í vörulið 0207. Þrettán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, samtals 959.006 kg á meðalverðinu 298 kr./kg.  Hæsta boð var 460 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sjö fyrirtækjum um innflutning á 286.000 kg á meðalverðinu 421 kr./kg.

 

Úthlutun kjötkvóta fyrir alifuglakjöt nýtt, kælt eða fryst, lífrænt ræktað/lausagöngu – vöruliður ex0207:  

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

63.000

Ekran ehf 

3.000

Krónan hf

 

Alifuglakjöt lífrænt ræktað/lausagöngu, í vörulið ex0207. Fjögur tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, lífrænt ræktað/lausagöngu, samtals 155.000 kg á meðalverðinu 101 kr./kg.  Hæsta boð var 249 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 66.000 kg á meðalverðinu 228 kr./kg.

 

Úthlutun fyrir kjöt og æta hluti af dýrum - vöruliður 0210:  

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

10.000

Aðföng hf

1.000

Danól ehf

2.400

Ekran ehf 

1.000

Garri ehf

1.500

Innnes ehf

100

Karl K. Karlsson – Bakkus ehf

7.000

Krónan ehf 

1.000

Samkaup hf

6.000

Stjörnugrís ehf

4.000

Sælkeradreifing ehf

 

Kjöti og ætir hlutar af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;... í vörulið 0210. Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;..., samtals 105.100 kg. á meðalverðinu 41 kr./kg. Hæsta boð var 301 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá tíu fyrirtækjum um innflutning á 34.000 kg. á meðalverðinu 123 kr./kg.

 

Úthlutun fyrir ost og ysting – vöruliður 0406:

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

40.000

Aðföng

1.000

Garri ehf

25.000

Innnes ehf

8.000

Krónan hf 

10.000

Mjólkursamsalan

36.000

Natan &Olsen

3.500

Samkaup sf

2.500

Sælkeradreifing ehf

 

Ostar og ystingur í vörulið 0406. Þrettán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið 0406, samtals 333.000 kg. á meðalverðinu 386 kr./kg. Hæsta boð var 850 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 126.000 kg. á meðalverðinu 714 kr./kg.

  

Úthlutun fyrir ost og ysting – vöruliður ex 0406: 

Úthlutað magn (kg)

Tilboðsgjafi

11.400

Danól ehf

11.400

Innnes ehf

11.400

Krónan hf

3.000

Mata ehf

11.400 

Mjólkursamsalan 

11.400

Samkaup hf

10.000

Stjörnugrís ehf

6.000

Sælkeradreifing ehf

 Ostur og ystingur úr vörulið ex0406;...(**). Sjö umsóknir bárust um tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi úr vörulið ex 0406...(**) samtals 403.400 kg. Á grundvelli 5. gr. reglugerðar nr. 600/2021 er tollkvóta úr vörulið ex0406 úthlutað með hlutkesti og er hámark úthlutunar til hvers fyrirtækis 15% af heildarmagni tollkvótans. Samtals var úthlutað 76.000 kg., til átta fyrirtækja.

(**) skráð í samræmi við reglugerð ráðsins (EB) nr. 1151/2012 um vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða og matvæla.

 

Úthlutun fyrir pylsur og þess háttar vörur – vöruliður 1601:

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

10.000

Aðföng

1.000

Danól ehf

3.000

Ekran ehf

2.200

Family Ink ehf

500

Innnes ehf

800

KFC ehf

2.000

Krónan hf

500

Karl K. Karlsson – Bakkus ehf

23.000

Market ehf

40.000

Mini Market ehf

1.000

Sælkeradreifing ehf

 

Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti.... í vörulið 1601. Þrettán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á pylsum og þess háttar vörum úr kjöti.... úr vörulið 1601, samtals 209.700 kg. á meðalverðinu 93 kr./kg.  Hæsta boð var 401 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá ellefu fyrirtækjum um innflutning á 84.000 kg. á meðalverðinu 215 kr./kg.

 

Úthlutun fyrir annað kjöt, hlutar úr dýrum - vöruliður 1602 :

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

40.000

Aðföng

6.000

Danól ehf

7.000

Ekran ehf

50.000

Innnes ehf

5.000

KFC ehf

7.500

Mini Market ehf

1.500

Nautica ehf

5.000

Stjarnan ehf

12.000

Sælkeradreifing ehf

 

Annað kjöt, unnið eða varið skemmdum í vörulið 1602. Fimmtán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á öðru kjöti..., á vörulið 1602, samtals 411.500 kg. á meðalverðinu 240 kr./kg.  Hæsta boð var 601 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá níu fyrirtækjum um innflutning á 134.000 kg. á meðalverðinu 408 kr./kg.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...