Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lokaður ferðamönnum til 2019
Fréttir 3. júlí 2018

Lokaður ferðamönnum til 2019

Virunga-þjóðgarðurinn í Kongó er elsti þjóð­garðurinn í Afríku. Garður­inn er jafnframt stærsta eitt síðasta búsvæði fjallagórillu í heiminum. Þjóðgarðurinn er einnig sá hættulegasti í heimi og ákveðið hefur verið að loka honum fyrir ferðamönnum til 2019.

Ríflega 180 landverðir hafa verið drepnir af uppreisnarmönnum í garðinum á síðustu 20 árum og þar af tólf á síðustu tíu mánuðum sem hafa verið þeir blóðugustu í sögu garðsins. Eftirlit í garðinum, sem er um 22 þúsund ferkílómetrar að stærð, er erfitt.

Fyrir skömmu var fararstjóri drepinn og tveimur breskum ferðamönnum rænt skammt frá ferðamannamiðstöð í garðinum og þeir hafðir í haldi uppreisnarmanna í sólarhring.

Í framhaldi af ráni Bretanna tveggja hefur verið ákveðið að loka garðinum fyrir heimsókn ferðamanna til loka þessa árs. Lokunin er sögð illnauðsyn svo hægt sé að yfirfara öryggismál garðsins og endurþjálfa þá 700 landverði sem eiga að gæta öryggis dýra og gesta garðsins.

Virunga-þjóðgarðurinn er síðasta athvarf einnar tegundar af fjallagórillum og er fjöldi þeirra í garðinum um eitt þúsund og auk þess að stafa hætta af átökum innan þjóðgarðsins er górillunum einnig ógnað vegna ólöglegra námuvinnslu og af veiðiþjófum.

Skylt efni: Þjóðgarður | górillur | Kongó

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...