Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Uppgröftur og kortlagning á borginni Zakhiku.
Uppgröftur og kortlagning á borginni Zakhiku.
Mynd / Myndskeið
Fréttir 24. ágúst 2022

Leyndardómar í kjölfar vatnsþurrðar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Miklir þurrkar hafa verið vegna loftslagsbreytinga víða um heim og fáir farið varhluta af því. Undanfarið hafa borist fréttir varðandi yfirborðslækkun vatna og þá sérstaklega ef fundist hafa minjar vegna þess.

Til að mynda birti vefsíða The Guardian fréttir af Lake Mead lóninu í Las Vegas, en vatnsþurrð þess hefur ekki verið meiri síðan í kringum 1930 og ýmislegt komið í ljós í kjölfar grynnkunar yfirborðsins.

Nýlega fannst þar beinagrind frá sjöunda eða áttunda áratugnum, lokuð í tunnu, en bæjarbúar telja að þarna sé greinilega um mafíutengt mannshvarf að ræða. Reyndar hafa víst fundist tvö lík að svo stöddu en það í tunnunni hefur verið aldursgreint og með tilliti til þeirra mannshvarfa er áttu sér stað á þeim tíma koma þrír aðilar til greina.

Fyrstur á lista komst mafíusvikarinn mikli, George „Jay“ Vandermark, sem naut trausts mafíunnar til þess að hafa yfirsýn yfir rekstur spilakassa þeirra í spilavítinu Stardust Casino. Hann reyndist traustsins verður um tíma, en þegar ágóðinn óx upp úr öllu valdi stóðst hann ekki mátið og hvarf með gróðann. Mafían hóf strax hausaveiðar sínar, en óvíst er hvort í hann hafi náðst.
Næstur í röðinni er eiturlyfja- smyglari að nafni William Crespo en hann beið á þessum tíma réttarhalda þar sem hann átti að vitna gegn forsvarsmönnum spilavítis, stjórnuðu af mafíunni. Hann hvarf áður en til þess kom. Líkt og með Jay er ekki vitað um afdrif hans.

Sá þriðji og síðasti og líklegasti til þess að hafa endað lífdaga sína í tunnu var Johnny Pappo, gamalreyndur gestgjafi spilavíta Las Vegas og með fingurna oft í viðkvæmum málefnum. Satt best að segja tengdust þessir þrír allir einni öflugustu mafíuaðgerðum Las Vegas á þessum tíma undir nafninu Argent Corp. Rak mafían skipulagða glæpastarfsemi af fullum krafti með beina tengingu í fjárhættuspil Las Vegas borgar þar sem áðurnefndir aðilar höfðu alið manninn um langa hríð.

The Guardian bendir á að ef þessi kenning stenst verður líklegur morðingi að teljast einn alræmdasti gangster sögunnar, Tony Spilotro. Var hann þekktur fyrir ofbeldisfullar og oft sadískar aðfarir að fórnarlömbum sínum og gjarnan nefndur af yfirmönnum sínum, mafíukóngunum, til að vekja ótta og skelfingu viðstaddra.

Borgin Zakhiku upp á yfirborðið

En aftur í loftslagsbreytingarnar. Fréttaveitan CNN greindi frá því á dögunum að eftir mikla þurrka í Kúrdistan-héraði norðurhluta Írak hafi íbúar rekið upp stór augu er heil borg kom í ljós við vatnsþurrð í lóninu Mosul meðfram ánni Tígris. Ljóst er að þarna er um að ræða borgina Zakhiku frá bronsöld, helsta aðsetur Mittani heimsveldisins sem ríkti frá 1550-1350 f. Krist og náði frá Miðjarðarhafi til Norður- Íraks. Áhugavert þykir, meðal fornleifafræðinga, hversu vel stórir hlutar hennar hafa varðveist en í ljós komu m.a. afar stöndugir veggir sem hlaðnir höfðu verið úr sólþurrkuðum moldarmúrsteinum. Er talið að þessir veggir hafi grafist í jarðskjálfta árið 1350 f. Krist þegar efri hlutar þeirra hrundu og grófu hluta bygginganna að nokkru leyti.

Leirtöflur með afar fornu ritmáli Mið- Austurlanda.
Fornt ritmál á leirtöflum

Annað sem vakti verulega athygli þeirra voru fimm keramikkrukkur, en í þeim voru í kringum hundrað leirtöflur með ritmáli sem notað var í Mið-Austurlöndum til forna. Þykir kraftaverki líkast að töflurnar, sem voru úr óbrenndum leir, skuli hafa verið undir vatnsborðinu í svo langan tíma en þær eru tiltölulega óskemmdar.

Þeir sem að rannsókninni standa vona að þessar fornu rittöflur, sem eru frá því skömmu eftir að jarðskjálftinn reið yfir borgina, muni veita mikilvægar upplýsingar um lífið, skömmu fyrir endalok Mittani heimsveldisins. Borgin, sem hóf að rísa úr lóninu árið 2018 í kjölfar loftslagsbreytinga, birtist nú hraðar síðastliðna mánuði, en mikill hiti hefur gert það að verkum að landið hefur þjáðst af þurrkum í marga mánuði, meira að segja enn frekar að sunnanverðu en að norðan.

Að auki hefur skortur á úrkomu og léleg auðlindastjórnun átt sinn þátt í því að samfélög á svæðinu eiga í erfiðleikum með vatn en Írak hefur – yfir höfuð – orðið fyrir alvarlegum áhrifum af loftslagsbreytingum og meðalhiti hækkað um næstum 1 °C á síðustu öld.

Til viðbótar við vatnsþurrð tóku yfirvöld fyrr á þessu ári þá ákvörðun að tæma hluta lónsins til þess að koma í veg fyrir uppskerubrest vegna þurrka – og því lækkaði vatnsyfirborðið verulega, en Mosul lónið er mikilvægasta vatnsgeymsla landsins.

Fornleifaminjar vatnsþéttar

Tekin var ákvörðun um að þennan menningararf þyrfti að varðveita og voru þýskir og kúrdískir fornleifafræðingar fengnir til þess að grafa upp byggðina á skipulagðan hátt – á fornleifasvæði nefndu Kemune, en verkefnið var í samstarfi við Minjastofnun Duhok. Fornleifafræðingarnir gengu í störf sín af röggsemi enda ekki vitað hve lengi yfirborð vatnsins væri nógu lágt. Þeim tókst, á örfáum dögum, að kortleggja stærstan hluta borgarinnar, þar á meðal það sem talið er vera iðnaðarhúsnæði, víggirðingar með múrum og turnum og stór geymslubygging.

Eins og staðan er í dag er borgin komin að nokkru leyti undir vatnsborð aftur, en hulin vatnsþéttum plötum til að vernda það sem verndað getur, bæði veggi og aðra leyndardóma sem enn felast í rústunum – þar til færi gefst á að halda rannsókninni áfram.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...