Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Höfundur: smh

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. Í bæklingnum er farið yfir allt framleiðsluferli nautakjöts á Íslandi og leið­beiningar um hvernig hámarka megi gæðin á öllum stigum.

Leiðbeiningarnar eru unnar af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landssambandi kúabænda ásamt fagaðilum úr Hótel- og veitingaskólanum – og byggja á rannsóknum undanfarinna ára. Vörumerkið Íslenskt gæðakjöt er í eigu íslenskra kúabænda.

Upplýsingar um mat á holdfyllingu.

Efni safnað víðs vegar að
Höskuldur Sæmundsson, sér­fræðingur á markaðs­sviði Bænda­samtaka Íslands.

Höskuldur Sæmundsson, sem starfar nú sem sérfræðingur á markaðssviði nýrra Bændasamtaka Íslands, tók til starfa hjá Landssambandi kúabænda fyrir rúmum tveimur árum. „Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir var að það vantaði einmitt svona rit, því ég hafði þá séð nýútkominn bækling frá Matís og Landssambandi sauðfjárbænda um framleiðslu lambakjöts og spurðist fyrir um það hvort svipaðar upp­lýsingar væru fáanlegar fyrir nautakjöt. Það reyndist ekki vera og þannig fór boltinn að rúlla,“ segir Höskuldur.

Forsíðan.

„Sótt var um styrk í Framleiðni­sjóð land­búnaðarins til verksins og fékkst styrkur til að búa til þennan bækling sem loksins leit dagsins ljós núna á haust­mánuðum. Við söfnuðum efni víðs vegar að og létum skrifa fyrir okkur nýtt efni líka, en í bæklingnum má finna yfirlit yfir allt ferlið við framleiðslu á gæðakjötvöru,“ segir Höskuldur enn fremur.

Þeir sem vilja nálgast bæklinginn geta haft samband við Höskuld í gegnum netfangið hoskuldur@bondi.is en hann er einnig aðgengilegur á vefnum naut.is.

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...