Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Landgræðslan fékk umhverfisverðlaun Ölfus
Fréttir 26. apríl 2016

Landgræðslan fékk umhverfisverðlaun Ölfus

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra afhenti Landgræðslunni á sumardaginn fyrsta,  umhverfisverðlaun Ölfus við hátíðlega athöfn á Reykjum í Ölfusi í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Verðlaunin eru nú veitt í sjötta sinn en það er Sveitarfélagið Ölfus sem veitir verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í umhverfsmálum. Við afhendinguna rakti forsætisráðherra sögu sandgræðslu við Þorlákshöfn og sagði að samfélagið í Þorlákshöfn ætti landgræðslustarfi tilvist sína að þakka. 

Sigurður Ingi sagði að í upphafi landgræðslustarfs í Þorlákshöfn hefðu aðeins tvær fjölskyldur búið á staðnum en nú væri þar mikil útgerð, fiskvinnsla og blómlegt mannlíf með á annað þúsund íbúa. Ráðherra gat um að ávallt hefði verið frábært og umfangsmikið samstarf á milli Landgræðslunnar og sveitarfélagsins um uppgræðsluframkvæmdir. Verðlaunagripinn gerði Dagný Magnúsdóttir.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...