Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Kýrnar í Brasilíu fá glýseról!
Fréttir 22. september 2014

Kýrnar í Brasilíu fá glýseról!

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brasilía, sem er sjötti mesti framleiðandi mjólkur í heiminum, er mikið landbúnaðarland og þar falla til margskonar aukaafurðir framleiðslunnar eins og gengur. Ein þessara aukaafurða er glýseról, sem er sætt, seigfljótandi, litar- og lyktarlaust alkóhól, en það verður til sem aukaafurð þegar lífeldsneyti er framleitt. Glýseról er nýtt í margskonar framleiðslu s.s. sápur og snyrtivörur en þar sem mikið magn fellur til fóru vísindamenn að leita nýrra leiða og í því sambandi var horft til mjólkurkúa. Greint er frá þessu á vef Landsambands kúabænda.

Í tilraunum við háskóla einn í Brasilíu kom í ljós að hægt er að nota glýseról í all stórum stíl í fóðri mjólkurkúa og allt að 40% af kjarnfóðri kúnna. Þetta eru afar góð tíðindi enda er kjarnfóður miklu dýrara en glýseról og auk þess hækkar glýseról fituhlutfall mjólkurinnar. Nú eru vísindamenn í öðrum löndum einnig að skoða kostina við að nýta glýseról með þessum hætti og hver veit nema þetta gæti orðið hluti af fóðri mjólkurkúa á Íslandi í framtíðinni.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...