Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hans Þór Hilmarsson og Kylja frá Stóra-Vatnsskarði, sem var sýnd á Fjórðungsmóti Vesturlands árið 2017 í Borgarnesi.
Hans Þór Hilmarsson og Kylja frá Stóra-Vatnsskarði, sem var sýnd á Fjórðungsmóti Vesturlands árið 2017 í Borgarnesi.
Mynd / Eiðfaxi
Fréttir 1. júlí 2021

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands frá 7. til 11. júlí

Fjórðungsmót á Vesturlandi verður haldið dagana 7. júlí–11. júlí í Borgarnesi. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þátttökurétt á kynbótasýningu á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut.

Ákveðinn fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki á þátttökurétt og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða (sjá fjölda í töflu 1). Miðað er við að 68 kynbótahross verði á mótinu þar sem um 75% hrossa í hverjum flokki verða valin eftir aðaleinkunn og um 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs. Er þetta gert til að auðvelda bestu klárhrossum með tölti að komast inn á mótið. Þetta er sama leið og áætlað var að fara fyrir síðasta Landsmót.

Stöðulisti verður birtur í WorldFeng sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu. Eins verða eigendur hrossa, sem vinna sér þátttökurétt á mótinu, en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum, beðnir um að láta vita fyrir 22. júní nk. Þá er hægt að bjóða eigendum hrossa sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu.

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...