Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vindbelgjafjall er meðal þeirra mörgu náttúrugersema sem Mývetningar geta verið stoltir af.
Vindbelgjafjall er meðal þeirra mörgu náttúrugersema sem Mývetningar geta verið stoltir af.
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja kolefnisspor innan sveitarfélagsins. Sameinað sveitarfélag, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, verður í forystuhlutverki í loftslagsmálum að því er fram kemur í pistli Sveins Margeirssonar, sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Hið sameinaða sveitarfélag er það stærsta á landinu og nær yfir um 12% landsins.

„Tekið verður tillit til beinnar losunar vegna reksturs sveitarfélagsins, samfélagslegrar losunar og losunar frá landi, sem er stærsti einstaki losunarvaldur á Íslandi, með um 60–70% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Flestir aðilar eru meðvitaðir um lítinn hluta af sínu kolefnisspori. s.s. losun vegna bruna á jarðefnaeldsneyti, orkunotkun og sorpi,“ segir í pistlinum.

85% frá innkaupum og flutningi á vörum 

Sveinn bendir einnig á að stærri hluti kolefnisspors komi frá virðiskeðju fyrirtækja og opinberra aðila vegna kaupa á vörum og þjónustu. „Lausn Greenfo hefur þá sérstöðu að reikna kolefnisspor fyrir alla virðiskeðjuna, t.d varðandi matarinnkaup, framkvæmdir og akstur og flutninga. Meira en 85% af kolefnisspori sveitarfélagsins kemur frá innkaupum og flutningi á vöru og þjónustu en einungis 5% frá bruna og framleiðslu jarðefnaeldsneytis.“

Fáum heildaryfirsýn

Hugbúnaðarlausn Greenfo býður upp á að taka gögn beint úr bókhaldskerfi sveitarfélagsins og segir Sveinn að með þeirri lausn sem í boði er fáist áður óþekkt yfirsýn yfir kolefnissporið. „Við getum greint okkar kolefnisspor niður á einstaka rekstrareiningar og birgja. Með því að fá heildaryfirsýn yfir okkar kolefnisspor, sjáum við hvar tækifæri eru til að draga úr okkar losun og getum forgangsraðað verkefnum m.t.t. til umhverfis og hagkvæmni og þannig mótað skilvirka loftslagsstefnu og -aðgerðir.“

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...