Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kjalvegur. Þar er talið brýnt að bæta veginn sem er niðurgrafinn ruðningur sem verður ófær í fyrstu föl á haustin. Þá er hann eitt samfellt þvottabretti á sumrin með mikilli rykmengun sem varla er til að bæta upplifun ferðafólks og sannra náttúruunnenda.
Kjalvegur. Þar er talið brýnt að bæta veginn sem er niðurgrafinn ruðningur sem verður ófær í fyrstu föl á haustin. Þá er hann eitt samfellt þvottabretti á sumrin með mikilli rykmengun sem varla er til að bæta upplifun ferðafólks og sannra náttúruunnenda.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. október 2015

Kjalvegur, Þingeyrarvegur og vegur um Blönduós

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Markaðsstofa Norðurlands boðaði fyrir skömmu til funda um vegamál, m.a. á Norðurlandi vestra, en haldnir voru fundir á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga.
 
Á fundunum gafst ferðaþjónustuaðilum, sveitarstjórnarmönnum og öðrum sem áhuga höfðu á málefninu að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Markaðsskrifstofan er tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina.
 
Að því er fram kemur á feykir.is voru Kjalvegur, Þingeyrarvegur og vegurinn í gegnum Blönduós meðal brýnustu verkefna að mati heimamanna.Vegurinn niður að Þingeyrum er sagður mjór, holóttur og ekki mikið viðhaldinn en þar er jafnan mikill ferðamannastraumur. Vegakaflinn gegnum Blönduós og norður að gatnamótum við Þverárfjall er orðinn gamall og hættulegur, eins er brúin yfir Blöndu orðin gömul og léleg.
 
Brýnt að byggja upp Vatnsnesveg 
 
Það sem brann heitast á fundarmönnum á Hvammstanga var Vatnsnesvegurinn en þar ríður mest á úrbótum. Byggja þurfti þann veg upp en gríðarlegur fjöldi ferðamanna fer þar um, um 250 bílar á dag, yfir hásumarið.
 
Einnig var rætt um Norðurbraut, gatnamótin við Laugarbakka og planið við Hvammstanga-afleggjarann sem er of lítið. Talað var um brú yfir Norðlingafljót til þess að loka ákveðinni leið af heiðinni og vestur, niður að Húsafelli. 

Skylt efni: Vegamál

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...