Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf.
Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf.
Mynd / smh
Fréttir 5. febrúar 2020

Jötunn vélar gjaldþrota

Höfundur: smh

Jötunn vélar hafa lýst sig gjaldþrota og hafa lagt fram beiðni í Héraðsdómi Suðurlands um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að samdráttur á vélamarkaðnum í fyrra hafi verið mjög snarpur, eða um 30 prósent. Hann hafi komið mjög illa niður á rekstri þess og því hafi mikill taprekstur verið á síðasta ári.

Jötunn Vélar ehf. er eitt stærsta þjónustufyrirtæki í landbúnaði á Íslandi, stofnað árið 2004 og hefur sérhæft sig í sölu véla og búnaðar tengdum landbúnaði og verktökum.

Velta fyrirtækisins nam 2,6 milljörðum króna árið 2019 og voru starfsmenn um 35 talsins. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Selfossi en er einnig með starfsstöðvar á Akureyri og Egilsstöðum. Flestir störfuðu á Selfossi, eða 27. Þá voru fimm starfsmenn á Akureyri og þrír á Egilsstöðum.

Mikill samdráttur á vélamarkaðnum

Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf., sem jafnframt er stofnandi og einn stærsti hluthafi fyrirtækisins, segir í tilkynningunni að skýringu gjaldþrotabeiðninnar vera mikinn taprekstur á síðasta ári en þetta er aðeins í annað sinn í 16 ára sögu Jötunn véla ehf. sem afkoman er neikvæð, en hagnaður var á rekstrinum 2018.

„Samdráttur á vélamarkaðnum hér á landi í fyrra var snarpur og nam um 30% sem kom mjög illa við okkar rekstur. Viðræður við banka og mögulega fjárfesta að undanförnu um endurskipulagningu fyrirtækisins hafa því miður ekki skilað árangri og því eigum við ekki annan kost en óska eftir gjaldþrotaskiptum. Fyrirtækið hefur á síðustu árum verið að vinna sig út úr skuldsetningu sem var afleiðing bankahrunsins hér á landi á sínum tíma og þoldi því ekki verulegt tap af rekstri sem við bættist í fyrra,“ segir Finnbogi.

Skylt efni: Jötunn vélar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...