Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur 2018
Fréttir 14. desember 2018

Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur fyrir uppskeruárið 2018 hafa verið greiddar út til bænda.

Alls bárust 1531 umsókn um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þetta árið. Landgreiðslur voru veittir vegna 76.587 ha á 34.667 spildur. Greitt einingaverð landgreiðslna er 3.313 kr/ha. Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 10.238 ha sem skiptust niður á 4.440 ræktunarspildur. Greitt einingaverð jarðræktarstyrks er 37.946 kr/ha.

Fjöldi ha í ræktun sem sótt var um jarðræktarstyrk fyrir skiptast á eftirfarandi hátt eftir tegundum:

Garðrækt 
(ha) 

Gras
(ha) 

Grænfóður
(ha) 

Korn
(ha) 

Olíujurtir
(ha)

Alls
(ha)

563

3.143

3.962

2.473

97

10.238

 

Styrkþegar geta nálgast rafrænt yfirlit yfir greiðslur inni á Bændatorginu í valmynd undir lið sem heitir Rafræn skjöl > Bréf.

Reiknireglur

Skv. III. KAFLA reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1180/2017 eru framlög vegna jarðræktarstyrks greidd á hvern hektara (ha) fyrir hvert bú og taka mið af heildarfjölda ha sem sótt er um. Fjöldi ha sem sótt er um skerðist í samræmi við eftirfarandi:

Fjöldi ha sem sótt er um

Stuðull umsóttra ha

1-30 ha

1,0

31-60 ha

0,7

61> ha

0,4

 

Framangreind stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum.

Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda ha sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha sem sótt er um stuðning fyrir.

 

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...