Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Jarðræktarstyrkir, land­greiðslur og tjónabætur
Fréttir 15. janúar 2024

Jarðræktarstyrkir, land­greiðslur og tjónabætur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið greiddi fyrir áramót út jarðræktarstyrki, landgreiðslur og tjónabætur vegna ágangs álfta og gæsa í ræktunarlöndum á síðasta ári.

Í umfjöllun á vef matvælaráðuneytisins kemur fram að 12 ræktendur hafi skráð tjón á 83,9 hekturum. Alls nema styrkir vegna jarðræktar rúmlega 437 milljónum króna en rúmlega 434 milljónum króna vegna landgreiðslna.

Landgreiðslur voru veittar vegna 76.839,5 hektara. Einingarverð landgreiðslna er 5,655 krónur á hektara. Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda hektara sem sótt er um og deilast jafnt út á umsækjendur.

Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 10.491,3 hektara en 10.021,6 hektara lágu til grundvallar útreiknings að teknu tilliti til skerðingarreglna. Einingarverð jarðræktarstuðnings var á árinu 43.635 krónur á hektara.

Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að fyrirframgreiðsla vegna kornræktar sem greidd var 15. júní 2023, komi til frádráttar greiðslunni og er hann 25 prósent af einingaverði jarðræktarstyrks á árinu 2022.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...