Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hólmfríður Geirsdóttir jarðarberjaræktandi og eigandi Jarðarberjalands.
Hólmfríður Geirsdóttir jarðarberjaræktandi og eigandi Jarðarberjalands.
Fréttir 8. maí 2023

Jarðarberjaland endurreist

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Búið er að endurreisa garðyrkju­stöðina Jarðarberjaland og er framleiðsla komin aftur á fullt, en stöðin eyðilagðist í aftakaveðri sem gekk yfir Suðurland í febrúar á síðasta ári. Stefnt er að enn meiri framleiðslu allt árið með endurbættri stöð.

„Við settum fyrstu plönturnar inn í nýja húsið um miðjan desember og fyrsta uppskeran fór á markað um miðjan mars. Við erum þegar komin í meiri afköst en við vorum í og tínum hér á fullu alla daga. Uppskeran fer svo í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) til dreifingar í verslunum,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, eigandi Jarðarberjalands.

Landsmenn sitja ekki allir við sama borð

Að sögn Hólmfríðar sendir stöðin frá sér vikulega hundruð kílóa, en SFG sækir ber til þeirra þrisvar í viku. „Svo fer þetta í þær verslunarkeðjur sem vilja selja íslensk jarðarber, en það eru ekki allar verslanir sem vilja það, því miður. Við fáum athugasemdir frá viðskiptavinum okkar stundum um að þeir sjái ekki framleiðsluna okkar í þeirra búðum. Það er þá undir verslunarstjórum þessara verslana komið að ákveða hvort þeir vilji bjóða upp á þessa vöru og leyfa kúnnanum að hafa valið – en okkur finnst það frekar leiðinlegt að vörurnar okkar virðast skila sér síður í verslanir úti á landsbyggðinni.

Í því sambandi er ekki við SFG að sakast, heldur er það í valdi hverrar verslunar fyrir sig að ákveða þetta,“ segir Hólmfríður.

Hún segir að tjónið sem þau urðu fyrir á síðasta ári hafi verið mikið en byggt hafi verið upp frá grunni. „Við byrjuðum á því að rífa hitt húsið alveg í burtu og svo var ný stöð byggð, með nýjum lýsingarbúnaði og öðrum búnaði, sem getur afkastað meiru og hún á að þola talsvert meira veðurálag en sú fyrri.

Tryggingarnar bættu okkur upp hluta tjónsins en við urðum að taka á okkur talsvert fjárhagslegt högg,“ segir Hólmfríður.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...