Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sandholt fékk gull árið 2014.
Sandholt fékk gull árið 2014.
Mynd / smh
Fréttir 8. október 2019

Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki

Höfundur: smh

Askurinn, Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, verður haldin 19.-21. nóvember næstkomandi.

Keppnin felur í sér að framleiðendur fá faglegt mat á gæði vörunnar og eru verðlaun veitt fyrir þær vörur er þykja skara fram úr. Gullverðlaunahafi er jafnframt Íslandsmeistari í viðkomandi flokki.

Keppni í matarhandverki var haldin í fyrsta sinn haustið 2014 í samstarfi Matís og Ný norræn matvæli (Ny Nordis Mad),  þar sem 110 vörur kepptu í átta matvöruflokkum frá öllum Norðurlöndunum.

Keppt er í 6 keppnisflokkum:

  • Mjólkurvörur
  • Kjöt
  • Fiskur & sjávarfang
  • Bakstur
  • Ber, ávextir og grænmeti
  • Nýsköpun í matarhandverki

Skráning í keppnina fer fram hér. Skráningu lýkur 4. nóvember. Hver þátttakandi má skrá eins margar vörur og hann vill í hvaða flokk sem er. Keppnisvörur skal afhenda ekki síðar en á hádegi 19. nóvember hjá Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík. Úrslit keppninnar verða tilkynnt á Matarhátíð á Hvanneyri 23. nóvember kl 14:00.

Að keppninni stendur Matís ohf í samstarfi við Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matarauð Íslands.

Nánari upplýsingar um keppnina má finna á skráningarsíðu Asksins 2019.

Klaus Kretzer var sigursæll með pylsurnar sínar, gerðar úr ærkjöti, þegar keppnin var haldin síðast árið 2014.

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...