Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ísey Skyr í matvöruverslun í Japan.
Ísey Skyr í matvöruverslun í Japan.
Mynd / MS
Fréttir 31. mars 2020

Ísey Skyr í 50 þúsund japanskar verslanir

Höfundur: smh

Mjólkursamsalan (MS) markaðssetti í dag Ísey Skyr í 50 þúsund japönskum verslunum.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að líkast til sé um eina víðtækustu dreifingu á íslenskri vöru í erlendri smásölu að ræða.

Ísey Skyr er framleitt af fyrirtækinu Nippon Lkuna í Kyoto eftir uppskrift og framleiðsluaðferð MS. Í tilkynningunni kemur fram að íslenski skyrgerillinn sé lykilþáttur við framleiðslu vörunnar. „Ísey Skyr verður selt í öllum helstu matvöruverslunum Japans, í verslunum 7-11, Family Mart, Lawson, Aeon, Itokyokado, Kinokuniya, Seijo-Ishi og fleirum. Alls eru þetta um 50.000 verslanir,“ segir í tilkynningunni.

Góð viðbrögð nú þegar

„Þrátt fyrir að vera ein dýrasta mjólkurvara í Japan þá hefur Ísey Skyr fengið frábæra uppstillingu eða staðsetningu í flestum þessara verslana. Ísey Skyri er stillt upp við hlið mest seldu mjólkurvara Japans sem sýnir að trú verslananna á Ísey Skyri er mikil. Viðbrögðin við vörunni hafa verið mjög góð og hefur varan nú þegar í dag klárast í mörgum þessara verslana, skv. samstarfsaðilum MS í Japan.

Umfjöllun um Ísey Skyr í Nikkei, einu stærsta viðskiptadagblaði heims.


Ísey Skyr hefur jafnframt fengið frábærar viðtökur hjá blaðamönnum og má þar nefna hálfsíðu umfjöllun í stærsta viðskiptadagblaði heims, Nikkei, sem á m.a. Financial Times, og umfjöllun í Yomiyuri, einu útbreiddasta dagblaðs Japans.

Það er dótturfyrirtæki MS, Ísey útflutningur ehf. sem annast þetta verkefni fyrir MS og hefur gert framleiðslu- og vörumerkjasamning við japanska aðila. Japönsku samstarfsaðilarnir eru mjólkurvörufyrirtækið Nippon Luna, sem er í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki Japans og fjórði stærsti kjötframleiðandi heims, og japansk-íslenska fyrirtækið Takanawa,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Umfjöllun um Ísey Skyr í Yomiyuri, einu stærsta dagblaði Japans.


 

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...