Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta álagi af ferðamennsku.

Umhverfis­, orku­ og loftslags­ráðuneytið hefur gefið út nýja verkefnaáætlun innan landsáætlunar um upp­ byggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og á hún að gilda fram til 2025.

Í skýrslu sem kom út í sumar segir m.a. að með áætluninni sé haldið áfram að takast á við mikla og uppsafnaða þörf fyrir innviðauppbyggingu á svæðum sem búa við álag af völdum ferðamennsku. Jafnfram sé vaxandi þörf á fjármagni til viðhalds og reksturs þeirra innviða sem byggðir hafa verið. Fjárheimild landsáætlunar 2023–2025 nemur samtals tæpum 2,7 milljörðum króna og eru áætluð verkefni 127 talsins á um 82 stöðum.

Eru 56 þeirra ný af nálinni. Sem dæmi um verkefni má nefna fuglaskoðunarhús og fuglasjónauka á nýrri hringleið í Dyrhólaey, hönnun og framkvæmd nýs aðkomusvæðis í Friðlandi að fjallabaki, endurnýjun göngubrúa í Friðlandi Svarfdæla, bætta aðstöðu tjaldsvæða á Hornströndum og brú yfir Staðará, fyrsta áfanga eldaskála í Hallormsstaðarskógi og hönnun gönguleiðar og útsýnispalls að Svartafossi í Skaftafelli. Þá á að fara í aðgerðir til verndar minjum að Örlygsstöðum í Skagafirði, svo fátt eitt sé nefnt.

Talið er að fylgjast þurfi sérstak­lega með auknu álagi á eftirfarandi staði sem ekki njóta friðlýsingar: Flatey (vesturhluta, utan friðlands), Hjörleifshöfða, Glym, Kirkjufells­foss, Skála á Langanesi, Brúarfoss, Sólheimajökul og hluta Reykjanes­fólkvangs.

Skylt efni: náttúruvernd

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...