Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hjá Norrmejerier í Svíþjóð er framboð á lífrænni mjólk meira en eftirspurnin.
Hjá Norrmejerier í Svíþjóð er framboð á lífrænni mjólk meira en eftirspurnin.
Mynd / Teo Do Rio
Fréttir 12. desember 2022

Hvattir til að skipta úr lífrænni í hefðbundna framleiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stjórn sænska mjólkurafurðafélagsins Norrmejerier hefur hvatt lífræna bændur til að skipta yfir í hefðbundna mjólkurframleiðslu.

Hin dönsku Mjólkurtíðindi greina frá því að neysla á staðbundnum vörum hafi aukist á kostnað lífrænnar framleiðslu. Þar með sé framboð á lífrænni mjólk nú meira en eftirspurnin.

Haft er eftir Göran Olofsson, stjórnarformanns Norrmejerier, að fyrirtækið ætli að takmarka innlegg lífrænnar mjólkur, sem hefur þó verið að dragast saman á árinu.

Mjólkurfyrirtæki greiða venjulega álag fyrir lífrænt innlegg en Norrmejerier hefur að undanförnu verið að selja þá lífrænu sem hefðbundna mjólk. Því sé félagið að hvetja bændur til að skipta yfir í hefðbundna framleiðslu.

Norrmejerier er þriðja stærsta mjólkurafurðafélagið í Svíþjóð. Tæplega 50 af 330 mjólkurbirgjum félagsins framleiða lífræna mjólk að því er fram kemur í fregn Mælkeri tidende.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...