Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri hjá Icelandic lamb og Hinrik Carl Ellertsson, rekstrarstjóri veitingastaðarins Dill skrifa undir hundraðasta samninginn.
Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri hjá Icelandic lamb og Hinrik Carl Ellertsson, rekstrarstjóri veitingastaðarins Dill skrifa undir hundraðasta samninginn.
Mynd / Geirix
Fréttir 6. október 2017

Hundraðasti veitingastaðurinn í samstarf við Icelandic lamb

Icelandic lamb hefur gert samstarfssamninga við hundrað veitingastaði sem setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Hundraðasti veitingastaðurinn er Dill við Hverfisgötu, sem er eini íslenski veitingastaðurinn með Michelin-stjörnu. Með því er hann kominn í flokk bestu veitingastaða í heimi. 
 
Samstarfið við veitingastaðina hófst í fyrra og er hluti af þeirri viðleitni Icelandic lamb að ná til erlendra ferðamanna á Íslandi og segja þeim frá íslensku lambakjöti. Sala á lambakjöti jókst að jafnaði um fjórðung hjá þeim þrjátíu veitingastöðum sem voru með í samstarfinu í fyrra. 
 
Að auki hefur samfélags­miðlaherferð náð til milljóna og unnið er að vöruhönnun og sérstökum vörulínum og umbúðum fyrir erlenda ferðamenn. Sala á íslensku lambakjöti innanlands jókst um rúm 5% í fyrra eftir samdrátt árin þar á undan. Sala það sem af er ári hefur einnig verið góð. 

Skylt efni: icelandic lamb

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...