Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hundrað milljónir króna settar í lagningu rafstrengja í jörðu
Fréttir 27. apríl 2020

Hundrað milljónir króna settar í lagningu rafstrengja í jörðu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur gengið frá útfærslu 100 milljóna króna fjárfestingar á lagningu dreifikerfis raforku í jörðu í samræmi við sérstakt tímabundið fjárfestingar­átak stjórnvalda.

Verkefnin eru á undirbúningsstigi og framkvæmdir hefjast í sumar. Vegna þessa hefur verið gengið  frá því gagnvart RARIK og Orkubúi Vestfjarða að fjármunirnir verði nýttir á árinu 2020 til þess að flýta mikilvægum framkvæmdum við jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðherra.

„Með þessu  framlagi úr fjárfestingarátaki stjórnvalda getum við flýtt enn frekar lagningu dreifikerfis raforku í jörðu á þessu ári, til samræmis við tillögur átakshóps stjórnvalda frá í febrúar. Þessir fjármunir munu nýtast vel strax í sumar við að hefja þær mikilvægu framkvæmdir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Fjármununum verður skipt þannig:

  • 50 milljónir króna fara í streng­lagningarverkefni hjá RARIK við Laxárdal og Fellsströnd í Dalabyggð, strenglögn frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar, strenglögn frá Vík að Kirkjubæjarklaustri og strenglögn frá Hvolsvelli að Þverá. Alls er um 30 km að ræða af raflínu í jörð og framkvæmdakostnaður samtals 150 milljónir kóna. Mun framlagið dekka öll þau verkefni.
  • Hjá Orkubúi Vestfjarða mun 50 milljóna króna framlag ríkisins verða nýtt í að hefja það verkefni að koma Rauðasandslínu (frá Sauðlauksdal að Rauðasandi) í jörðu í nokkrum áföngum (Sauðlauksdalur - Hnjótur - Breiðavík - Örlygs­höfn - Láginúpur - Breiða­vík - Bjargtangar - Örlygs­hafnarvegur - Rauðisandur).

Alls er þar um 70 km að ræða og heildarfjárfestingarkostnaður um 370 milljónir króna. Mun framlagið nýtast fyrir fyrsta áfanga þess verk­efnis. 

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...