Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hundrað milljónir króna settar í lagningu rafstrengja í jörðu
Fréttir 27. apríl 2020

Hundrað milljónir króna settar í lagningu rafstrengja í jörðu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur gengið frá útfærslu 100 milljóna króna fjárfestingar á lagningu dreifikerfis raforku í jörðu í samræmi við sérstakt tímabundið fjárfestingar­átak stjórnvalda.

Verkefnin eru á undirbúningsstigi og framkvæmdir hefjast í sumar. Vegna þessa hefur verið gengið  frá því gagnvart RARIK og Orkubúi Vestfjarða að fjármunirnir verði nýttir á árinu 2020 til þess að flýta mikilvægum framkvæmdum við jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðherra.

„Með þessu  framlagi úr fjárfestingarátaki stjórnvalda getum við flýtt enn frekar lagningu dreifikerfis raforku í jörðu á þessu ári, til samræmis við tillögur átakshóps stjórnvalda frá í febrúar. Þessir fjármunir munu nýtast vel strax í sumar við að hefja þær mikilvægu framkvæmdir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Fjármununum verður skipt þannig:

  • 50 milljónir króna fara í streng­lagningarverkefni hjá RARIK við Laxárdal og Fellsströnd í Dalabyggð, strenglögn frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar, strenglögn frá Vík að Kirkjubæjarklaustri og strenglögn frá Hvolsvelli að Þverá. Alls er um 30 km að ræða af raflínu í jörð og framkvæmdakostnaður samtals 150 milljónir kóna. Mun framlagið dekka öll þau verkefni.
  • Hjá Orkubúi Vestfjarða mun 50 milljóna króna framlag ríkisins verða nýtt í að hefja það verkefni að koma Rauðasandslínu (frá Sauðlauksdal að Rauðasandi) í jörðu í nokkrum áföngum (Sauðlauksdalur - Hnjótur - Breiðavík - Örlygs­höfn - Láginúpur - Breiða­vík - Bjargtangar - Örlygs­hafnarvegur - Rauðisandur).

Alls er þar um 70 km að ræða og heildarfjárfestingarkostnaður um 370 milljónir króna. Mun framlagið nýtast fyrir fyrsta áfanga þess verk­efnis. 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...