Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, og Flóvent frá Breiðsstöðum.
Sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, og Flóvent frá Breiðsstöðum.
Fréttir 1. maí 2023

Hnífjöfn Meistaradeild

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir var sigurvegari einstaklingskeppni Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum eftir æsispennandi lokakeppni sem fram fór í HorseDay­höllinni að Ingólfshvoli þann 14. apríl sl.

Meistaradeildin samanstendur af sex keppnisviðburðum í vetur þar sem átta lið með fimm knöpum innanborðs öttu kappi í átta keppnisgreinum. Fyrir lokakeppnisgreinina, 100 m skeið, var Árni Björn Pálsson með eins stigs forskot á Aðalheiði Önnu. Því þurfti annað þeirra einfaldlega að skeiða hraðar gegnum keppnishöllina. Þau fóru sprettina hins vegar hnífjöfn, á 5,66 sekúndum. Þar sem næstfljótasti sprettur Aðalheiðar Önnu var betri en hjá Árna hlaut hún stigi meira og því voru þau hnífjöfn í lok mótsins.

Aðalheiður hefur hins vegar stigið á verðlaunapall oftar í vetur og sigraði hún því einstaklingskeppni deildarinnar. Hún sigraði í keppni í fjórgangi og slaktaumatölti T2 á Flóvent frá Breiðsstöðum, var þriðja í 100 metra skeiði á Ylfu frá Miðengi og fjórða sæti í gæðingafimi á fyrrnefndum Flóvent. Árni Björn Pálsson var í öðru sæti og Konráð Valur Sveinsson í því þriðja.

Liðakeppnin var ekki síður spennandi. Þar enduðu einnig tvö lið jöfn að stigum en vegna árangurs innbyrðis sigraði lið Top Reiter sem skipað var knöpunum Teiti Árnasyni, Árna Birni Pálssyni, Eyrúnu Ýri Pálsdóttur, Þórdísi Ingu Pálsdóttur og Konráði Vali Sveinssyni. Lið Hjarðartúns var í öðru sæti og Ganghestar/ Margrétarhof í því þriðja.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...