Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kristófer Tómasson.
Kristófer Tómasson.
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir tilboðum í borun eftir heitu vatni.

Borun fer fram í tveimur vinnsluholum í samræmi við prufuholur og rannsóknir ÍSOR. Annars vegar í vestur-jaðri þéttbýlis í Reykholti og hins vegar að Laugarvatni við hlað menntaskólans. „Við þurfum að efla heitavatnsbúskapinn hjá okkur bæði í Reykholti og að Laugarvatni. Það hefur átt sér stað mikil uppbygging í Reykholti á síðustu árum.

Íbúðarhúsum hefur fjölgað mjög og garðyrkjustöðvar hafa stækkað. Hótel reis fyrir nokkrum árum og er hugað að stækkun þess. Við sjáum fram á að framhald verði á uppbyggingunni á næstu misserum. Að Laugarvatni er einnig að eiga sér stað veruleg uppbygging,“ segir Kristófer Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs hjá Bláskógabyggð.

Tilboðum á að skila eigi síðar en fimmtudaginn 20. júní kl. 11.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...