Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kristófer Tómasson.
Kristófer Tómasson.
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir tilboðum í borun eftir heitu vatni.

Borun fer fram í tveimur vinnsluholum í samræmi við prufuholur og rannsóknir ÍSOR. Annars vegar í vestur-jaðri þéttbýlis í Reykholti og hins vegar að Laugarvatni við hlað menntaskólans. „Við þurfum að efla heitavatnsbúskapinn hjá okkur bæði í Reykholti og að Laugarvatni. Það hefur átt sér stað mikil uppbygging í Reykholti á síðustu árum.

Íbúðarhúsum hefur fjölgað mjög og garðyrkjustöðvar hafa stækkað. Hótel reis fyrir nokkrum árum og er hugað að stækkun þess. Við sjáum fram á að framhald verði á uppbyggingunni á næstu misserum. Að Laugarvatni er einnig að eiga sér stað veruleg uppbygging,“ segir Kristófer Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs hjá Bláskógabyggð.

Tilboðum á að skila eigi síðar en fimmtudaginn 20. júní kl. 11.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...