Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Til þess að forðast hungursneyð þarf rússnesk hrávara að rata inn á heimsmarkaðinn. Rússland er einn stærsti framleiðandi matvæla og áburðarefna en útflutningur þaðan hefur stöðvast
Til þess að forðast hungursneyð þarf rússnesk hrávara að rata inn á heimsmarkaðinn. Rússland er einn stærsti framleiðandi matvæla og áburðarefna en útflutningur þaðan hefur stöðvast
Mynd / Sameinuðu þjóðirnar
Fréttir 19. september 2022

Guterres vill rússnesk áburðarefni

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sameinuðu þjóðirnar vinna að því, ásamt Bandaríkjunum og Evrópusambandinu, að koma rússneskum áburðarefnum og matvælum á heimsmarkað.

„Án áburðar árið 2022 getur orðið fæðuskortur árið 2023. Útflutningur á matvælum og áburði frá Úkraínu og Rússlandi er nauðsynlegur til að róa hrávörumarkaði og lækka verð til neytenda,“ sagði Antonio Guteress, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, í heimsókn til Istanbúl í lok ágúst. Aljazeera greinir frá.

Rússland og Úkraína eru með stærstu framleiðendum heimsins á matvælum og Rússland á áburðarefnum. Úkraínumönnum hefur tekist að flytja út 650.000 tonn af korni í gegnum hafnir sínar við Svartahafið, en dugar það ekki til samkvæmt aðalritaranum.

Viðskiptaþvinganir Vesturlanda á Rússa ná ekki yfir matvæli og áburð, en þrátt fyrir það hefur útflutningur á þessum hrávöruflokkum nær stöðvast. Sameinuðu þjóðirnar eru í samstarfi við Bandaríkin og ESB til þess að losa um hindranir á útflutningi sem snúa m.a. að tryggingum, fjármögnun og skipaflutningum.

Skylt efni: utan úr heimi

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...