Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri í tilraunareitnum á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.
Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri í tilraunareitnum á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.
Mynd / Magnus Göransson
Fréttir 5. október 2017

Góðar uppskeruhorfur um allt land

Höfundur: smh
„Kornhorfur eru almennt góðar um allt land,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Korpu.
 
„Þetta er sérstakt því oft vill verða lakari uppskera í sumum landshlutum þegar hún er góð annars staðar. Byggið hefur þornað vel í vel flestum ökrum, en miklar rigningar norðanlands snemma í sumar virðast hafa skolað út áburði í mörgum ökrum,“ segir Hrannar Smári.
 
Samtals 768 tilraunareitir á átta stöðum
 
„Þetta er síðasta árið í fimm ára átaksverkefni í byggkynbótum sem styrkt er af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Verkefnið hefur leitt af sér nokkur nemendaverkefni og vísindagreinar sem og fjölda kynbótalína sem Jónatan Hermannsson skildi eftir sig þegar hann fór á eftirlaun,“ segir Hrannar Smári, sem tók við stöðunni af Jónatan seint á síðasta ári. „Það er ætlunin að prófa þær sem víðast í samanburði við þau yrki sem þegar eru á markaði. Með því að prófa á svo mörgum stöðum er hægt að sjá hvaða yrki eru best hvar og hvort um samspil erfða og umhverfis sé að ræða. En nú eru 32 yrki og línur í prófunum í þremur endurtekningum á átta stöðum um allt land, samtals 768 tilraunareitir.“
 
Byggtilraun í Vopnafirði í fyrsta sinn
 
„Byggyrkjatilraunir fara fram á fleiri stöðum í ár en á undanförnum árum,“ segir Hrannar Smári. „Við erum með tilraunir á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, Gunnarsholti, Hvanneyri, Vindaheimum í Skagafirði, Möðruvöllum í Hörgárdal, Hálsi í Kaldakinn, Engihlíð í Vopnafirði og Hoffelli í Hornafirði. Allt er þetta unnið í góðu samstarfi við bændur.
 
Undanfarin ár hafa tilraunir farið fram á Þorvaldseyri, Vindheimum, Möðruvöllum og Korpu, en var bætt við fleiri stöðum og Korpa er ekki með. Aldrei fyrr en nú hefur farið fram byggtilraun í Vopnafirði.“
 
Hálmurinn líka til athugunar
 
Hrannar Smári segir að í ár sé hálmurinn vigtaður og hæð hans mæld, en mikill breytileiki er að hans sögn á hálmmagni milli yrkja. „Það er alls ekki víst að hæðin sé besti mælikvarðinn á magnið, en það á eftir að koma í ljós.
 
Frumniðurstöður þessara tilrauna verða birtar í jarðræktarskýrslu eins og undanfarin ár en ítarlegri greining í vísindagrein síðar,“ segir Hrannar Smári.
 

Skylt efni: kornrækt | byggrækt | jarðrækt

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f