Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Full aðild talin styrkja rödd Íslands innan SÞ
Mynd / ESB
Fréttir 2. maí 2025

Full aðild talin styrkja rödd Íslands innan SÞ

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ísland er nú aðili að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni og vistkerfisþjónustu.

Ráðherra umhverfis-, orkuog loftslagsmála, Jóhann Páll Jóhannsson, staðfesti nýlega aðild Íslands að IPBES, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna, um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu (e. Intergovernmental SciencePolicy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services).

IPBES er alþjóðlegur vettvangur sem sameinar vísindamenn og stjórnvöld með það að markmiði að stuðla að betri ákvörðunum varðandi líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu.

Íslenskar áherslur á dagskrá

Segir í tilkynningu ráðuneytisins að Ísland hafi hingað til aðeins verið áheyrnaraðili en með fullri aðild skapist tækifæri til að styrkja framlag Íslands á alþjóðavettvangi og koma íslenskum áherslum betur á dagskrá, m.a. varðandi málefni norðurslóða.

Aðildin er sögð mikilvægt framfaraskref í þágu líffræðilegrar fjölbreytni. Með þátttökunni gefist tækifæri til að efla sess líffræðilegrar fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu í krafti baklandsins sem IPBES gefi. Virk þátttaka Íslands í alþjóðlegum vísindarannsóknum og dýpra alþjóðasamstarf séu lykillinn að því að hámarka árangur Íslands í þessum efnum.

Veitir áreiðanlegar upplýsingar

IPBES var stofnað árið 2012 og starfar á svipaðan hátt og milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar; IPCC (e. Intergovernmental Panel on Climate Change). IPBES er, skv. tilkynningunni, einn helsti vettvangur alþjóðlega vísindasamfélagsins til að safna, greina og koma á framfæri grundvallarupplýsingum um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og veita ráðgjöf á því sviði. IPBES vinnur að því að veita stjórnvöldum og öðrum aðilum áreiðanlegar og vísindalega uppbyggðar upplýsingar um ástand náttúruauðlinda og áhrif mannlegra athafna á líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi, ásamt ráðleggingum um hvernig bæta megi þessa stöðu. Fókus IPBES er á líffræðilega fjölbreytni og hvernig við getum verndað náttúruauðlindir sem eru mikilvægar fyrir lífsgæði okkar og þróun.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f