Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vinna hafin við friðlýsingu Kerlingafjalla
Mynd / HKr.
Fréttir 14. mars 2016

Vinna hafin við friðlýsingu Kerlingafjalla

Höfundur: Vilmundur Hansen
Sett hefur verið af stað vinna á vegum umhverfisráðuneytisins við undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla. 
 
Í frétt á vef umhverfis­ráðuneytisins segir að Kerlingarfjöll búi yfir stórbrotinni náttúru og að þau séu vel afmarkaður fjallaklasi á hálendinu, með einstaka litadýrð. Þar eru fjölbreyttar og sérstæðar jarðmyndanir og merkilegt samspil jarðhita, íss og gróðurs. Innan Kerlingarfjallasvæðisins eru jafnframt fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar.
 
Vinsælt útivistarsvæði
 
Kerlingarfjallasvæðið nýtur mjög vaxandi vinsælda fyrir hvers konar útivist. Áður var þar vinsælt skíðasvæði en nú heimsækja gestir svæðið fyrst og fremst til útivistar þar sem víðerni og háhitasvæði eru helsta aðdráttarafl svæðisins.
 
Í Kerlingarfjöllum er jafnframt vaxandi ferðaþjónusta. Við undirbúning að friðlýsingu svæðisins er ætlunin að stuðla að því að starfsemi innan þess verði sem mest sjálfbær.
 
Vilja setja reglur tímanlega
 
Í umfjölluninni segir að í Kerlingar­fjöllum geti skapast sérstaða sem sjálfbær áfangastaður sem  skapar tengsl við nærsvæði á Suðurlandi og hugsanlega orðið til fyrirmyndar fyrir rekstur innan annarra friðlýstra svæða í framtíðinni. Gera má ráð fyrir að ferðamennska á svæðinu haldi áfram að aukast á komandi árum, en með friðlýsingunni er ætlunin að setja tímanlega reglur og skipulag fyrir svæðið og byggja upp nauðsynlega innviði til verndar náttúrunni.
 
Við undirbúning friðlýsing­arinnar verður haft samráð við hagsmunaaðila, meðal annars rekstraraðila sem starfa innan þess svæðis sem fyrirhugað er að friðlýsa. Hefur Umhverfisstofnun skipað samstarfshóp með fulltrúum Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Vinum Kerlingarfjalla. 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...