Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Franskur Roquefort ostur í framleiðslu.
Franskur Roquefort ostur í framleiðslu.
Fréttir 6. maí 2020

Þúsundir tonna af frönskum ostum eyðileggjast vegna COVID-19

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Vegna COVID-19 faraldursins og lokunar veitingastaða í Frakklandi sitja franskir bændur nú uppi með 5.000 tonn af ostum sem bíða þess eins að rotna og eyðileggjast. Hafa franskir bændur þegar tapað 157 milljónum evra frá því sjúkdómsfaraldurinn hófst.

Bændur í Frakklandi standa fyrir um helmingi af 230.000 tonna ársframleiðslu á ostum í Evrópusambandinu. Um 60% samdráttur hefur orðið í sölu osta í Frakklandi eftir að margvíslegar takmarkanir voru virkjaðar í Frakklandi til að hefta útbreiðslu á smiti vegna COVID-19.  Þar er um að ræða osta allt frá Camenbert til Roquefort að því fram kemur á netsíðu msn.

Michel Lacoste, forseti landsráðs upprunavottana (CNAOL), sem er starfsrækt af framleiðendum 45 ostategunda í Frakklandi, segir að bændur og ostagerðamenn leiti nú allra leiða til að koma í veg fyrir að lúxusostarnir þurfi að eyðileggjast.  Hafa framleiðendur m.a. reynt að stórlækka ostaverð til að koma birgðunum út. Lacoste segir að smáframleiðendur standi sérlega illa að vígi og Frakkland, sem land hinna þúsund osta, sé í hættu.

Ostar og ostagerð hefur lengi verið mönnum hugleiknir í Frakklandi, enda hefur þessi þjóð náð góðum tökum á framleiðslu viðkvæmra hágæða osta. Charles de Gaulle fyrrum Frakklandsforseti spurði eitt sinn í ljósi mikilvægis ostagerðarinnar hvernig nokkur maður ætti að geta stjórnað landi með 258 ostategundum. Þessari spurningu hefur sífellt orðið erfiðara að svara samfara fjölgun ostategunda, auk þess sem kórónavírusinn veldur því nú að ostagerðarmenn hrópa á hjálp. 

Sjúkdómsfaraldurinn hefur leitt til þess að mjólkurframleiðendur í Evrópu hafa orðið að endurhugsa framleiðsluna og leita leiða til að vinna vörur úr mjólkinni sem þola vel geymslu. Þar hafa menn helst horft til framleiðslu á mjólkurdufti og smjöri. Þetta hefur þó sett allt birgðahald og viðskipti með mjólkurvörur úr skorðum.

Vegna pressu frá stjórnum ríkja innan Evrópusambandsins féllst ESB á að greiða frönskum bændum sérstaklega fyrir að geyma 18.000 tonn af osti og taka tímabundið af markaði. Þá hefur ESB einnig fallist á að greiða sérstakar bætur vegna geymslu á smjöri og þurrmjólk. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f