Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sauðfé í landinu hefur fækkað um nær helming á 35 árum
Mynd / BBL
Fréttir 30. maí 2017

Sauðfé í landinu hefur fækkað um nær helming á 35 árum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í nýjum tölum Búnaðar­stofu Matvæla­stofnunar kemur fram að ásett sauðfé í landinu á síðastliðnum vetri var 475.893 skepnur. Er þetta örlítil fjölgun frá fyrra ári en sýnir samt gríðarlega fækkun sauðfjárstofnsins á síðustu 35 árum. 
 
Á árinu 1981 var sauðfé í landinu 794.097 skepnur, en fór síðan ört fækkandi fram til 1992 þegar talan var komin niður í 487.545. Þá varð lítils háttar aukning og fjölgaði sauðfé á tveim árum, eða til ársloka 1994 í 499.335 skepnur. Það er jafnframt mesti fjöldi sauðfjár í landinu allar götur síðan. Aðeins tvisvar sinnum hefur stofninn náð því að komast í 490.000 síðan 1994, en það var 1998 og 1999. 
 
Í dag telst sauðféð í landinu eins og fyrr segir vera 475.893 skepnur. Þar af eru 377.861 ær. Hrútar og sauðir (geldir hrútar) eru 11.939. Þá eru lambgimbrar 77.636 talsins og lambhrútar eru 8.457. 
 
 
Mesta sauðfjáreldið er á Norðurlandi
 
Langflest sauðfé er á Norðurlandi, eða 183.775 fjár og þar af er drjúgur hluti fjárins í Húnavatnssýslum. Þar á eftir kemur Suður- og Suðausturland, þ.e. frá Ölfusi og austur að Höfn í Hornafirði með 96.956 fjár. Vesturland fylgir þar fast á hælana með 91.703  skepnur. 
 
Sauðfé hefur fækkað mikið á Vestfjörðum en þar eru nú samkvæmt tölum MAST 44.737 kindur. Á Austfjörðum hefur fækkun sauðfjár líka orðið mikil og eru þar nú 54.932 skepnur. Fæst er sauðfé þó á  höfuðborgarsvæðinu þar sem einungis eru 2.989 fjár. 
 
Aðeins 1,4 skepnur á íbúa
 
Á árinu 1981 voru 794.097 vetrarfóðraðar kindur í landinu, eða um 3,5 sauðkindur á hvern einasta landsmann. Á árinu 2016 var sauðfjárstofninn kominn í 475.893 skepnur, eða um 1,4 kindur á hvern íbúa.
Ljóst er að sauðfé hefur því fækkað gríðarlega á undanförnum áratugum eða um hartnær helming að höfðatölu fjárins og enn meira sem hlutfall af íbúafjölda. 

Skylt efni: búfjártölur | Sauðfé

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...