Fréttir 24. febrúar 2020

Sameining fjögurra sveitarfélaga staðfest

Vilmundur Hansen

Samgöngu- og sveitar­stjórnar­ráðherra hefur staðfest sam­ein­ingu Borg­ar­fjarðar­hrepps, Djúpa­­vogshrepps, Fljóts­dals­héraðs og Seyðis­fjarðar­kaupstaðar í eitt sveitarfélag.

Með sameiningunni verður til eitt stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli, með tæplega fimm þúsund íbúa. Íbúar sveitarfélaganna samþykktu sameininguna með afgerandi hætti þann 26. október 2018.

Sveitarstjórnarkosningar 18. apríl næstkomandi

Boðað verður til sveitarstjórnar­kosninga laugar­daginn 18. apríl næst­komandi þar sem kosið verður í sveitarstjórn hins sam­einaða sveitarfélags. Nýkjörin sveitarstjórn tekur við stjórn sveitarfélagsins 15 dögum síðar, eða 3. maí, og á sama tíma tekur sameiningin gildi.

Fram undan er atkvæðagreiðsla um nýtt nafn hins sameinaða sveitar­félags en nafnanefnd auglýsti eftir hugmyndum og bárust 112 tillögur með 67 hug­myndum að nýjum nöfnum. Nokkr­ar tillögur verða lagðar fyrir kjósendur í atkvæðagreiðslu sem fer fram samhliða sveitar­stjórnarkosningum.

Sveitarfélögum fækkað um tíu

Árið 1950 voru sveitarfélögin 229 og hefur þeim fækkað í nokkrum skrefum. Árin 1994 til 2006 var mikið um sameiningar og fækkaði sveitarfélögum þá úr 196 í 79 og verða 69 frá og með 3. maí næst­komandi.