Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Thomas Snellman er frumkvöðull og bóndi frá Finnlandi sem hefur lyft grettistaki í sölu beint frá býli.
Thomas Snellman er frumkvöðull og bóndi frá Finnlandi sem hefur lyft grettistaki í sölu beint frá býli.
Mynd / TB
Fréttir 16. mars 2018

Milliliðalaus viðskipti með búvörur - Upptökur

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Bændasamtökin og Matarauður Íslands héldu opna ráðstefnu og vinnustofu á dögunum undir heitinu „Gerðu þér mat úr Facebook“. Upptökur eru nú aðgengilegar frá viðburðinum sem haldinn var í Hörpu sunnudaginn 4. mars.

Finninn Thomas Snellman sagði frá Reko-hringjunum í Finnlandi sem ganga út á að miðla vörum frá bændum beint til neytenda. Þá hélt Brynja Laxdal, verkefnisstjóri Matarauðsins, erindi um reynslu af matarmarkaði á Facebook hér á landi og Arnar Gísli Hinriksson, sérfræðingur í árangursmarkaðssetningu, sagði frá ýmsum hagnýtum aðferðum við markaðssetningu á Netinu.

Erindi
The REKO story, an easy way to reach consumers directly - Thomas Snellman, bóndi - UPPTAKA

Reynsla af matarmarkaði á Facebook – Brynja Laxdal, verkefnastj. Matarauðs Íslands - UPPTAKA

Gerðu þér mat úr Facebook – Arnar Gísli Hinriksson markaðsfræðingur - UPPTAKA

Eftir erindin var haldin vinnustofa þar sem þátttakendur veltu þeirri spurningu fyrir sér hvað skiptir mestu máli svo milliliðalaus viðskipti með matvörur geti átt sér stað. Meðfylgjandi eru myndir úr hópvinnunni þar sem fólk úr ýmsum áttum tók þátt; bændur, smáframleiðendur, verslunarfólk, hönnuðir, kokkar, ráðgjafar o.fl.

13 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...