Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. ágúst 2017

Laun sauðfjárbænda munu lækka um rúmlega 50 prósent

Í bréfi frá Oddnýju Steinu Valsdóttur, formanni Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), sem sent var öllum alþingismönnum í dag, kemur fram að laun sauðfjárbænda munu lækka um að minnsta kosti 56 prósent og nánast öll sauðfjárbú verða rekin með tapi ef fram heldur sem horfir í greininni.

Til grundvallar eru útreikningar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) sem unnir voru fyrir LS upp úr skýrsluhaldsgögnum um 1.200 sauðfjárbúa og rekstrargögnum 44 búa. Bornar eru saman tekjur og kostnaður á vetrarfóðraða kind fyrir árin 2014 til 2017 þar sem miðað er við 35% lækkun á afurðaverði í haust. Sú lækkun miðast við þá verðskrá sem er fram komin.

Í bréfinu segir ennfremur:
„Afkoma eftir hverja kind var jákvæð fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITA) árin 2014 til 2016 en verður neikvæð um 3.250 kr. á hverja kind árið 2017 miðað við fyrrnefndar forsendur. Það þýðir að afkoma greinarinnar í heild fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITA) verður neikvæð um 1.463 milljónir kr. árið 2017.4 Árið 2016 var afkoma á hverja kind fyrir EBITA jákvæð um 1.180 kr. eða um 531 milljónir kr. sé litið til greinarinnar í heild.
 
Þetta þýðir að EBITA fyrir greinina í heild verður 1.994 milljónum kr. minni árið 2017 en hún var árið 2016.
 
Að minnsta kosti 56% launalækkun milli ára
 
Íslenskir sauðfjárbændur hafa þegar lagt út í nánast allan kostnað við lambakjötsframleiðslu haustsins og lækkun á afurðaverði í haust er því hrein og klár launalækkun fyrir flesta. Í útreikningum RML er gert ráð fyrir 5.800 kr. í laun og launatengd gjöld á hverja kind árið 2017. Neikvæðri afkomu (EBITA -3.250) fyrir verður ekki mætt með öðrum hætti en að lækka launaliðinn niður í 2.550 á hverja kind eða um 56%.
 
Raunveruleg launalækkun til sauðfjárbænda mun þó verða mun meiri því EBITA verður 0 kr. eftir 56% lækkun. Bændur eiga þá eftir að greiða greiða vexti, verðbætur, afskriftir og skatta. Það er því ljóst að laun íslenskra sauðfjárbænda munu lækka enn meira og stórir hópar fá engin laun fyrir vinnuframlag sitt til sauðfjárræktar árið 2017 ef fer sem horfir og afurðaverð lækkar um 35% í haust.
 
Bráðavandi vegna ytri aðstæðna
 
Umgjörð sauðfjárræktar eins og annarra atvinnugreina á Íslandi er mótuð með lögum frá Alþingi, reglugerðum úr stjórnarráðinu og að hluta til með búvörusamningum. Undanfarin ár og áratugi hafa stjórnvöld unnið markvisst að því að markaðsvæða greinina. Framleiðslustýring var aflögð fyrir 22 árum og verðlagning er frjáls. Stjórnvöld hafa á sama tíma hvatt bændur til að framleiða kjöt til útflutnings. Við slíkar aðstæður hafa almennt efnahagsástand, gengi íslensku krónunnar og alþjóðasamningar enn meiri áhrif en ella.
 
Bændur hafa á undanförnum árum unnið ötullega að því að laga framleiðsluna að kröfum markaðarins með markvissri ræktun. Sala á innanlandsmarkaði hefur verið með ágætum, átak til að ná til erlendra ferðamanna gengur vel og salan innanlands jókst um rúm 5,% í fyrra og rúm 6% á fyrstu sex mánuðum þessa árs.
 
Þriðjungur af kindakjötsframleiðslunni er hins vegar fluttur úr landi og seldur á erlendum mörkuðum. Sú sala hefur ekki gengið sem skyldi að undanförnu og útlit fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar verði 700 til 1.000 tonnum meiri en æskilegt væri. Áhrif af viðskiptadeilu Vesturveldanna og Rússa, lokun Noregsmarkaðar sem áður tók við um 600 tonnum og hátt gengi íslensku krónunnar eru helstu ástæðurnar.
Þá hefur sauðfjárhluti fríverslunarsamnings Íslands og Kína ekki enn tekið gildi þótt þrjú ár séu liðin frá undirritun samningsins.
 
Líkur á mikilli byggðaröskun
 
Ástæður þessarar miklu yfirvofandi lækkunar á afurðaverði til sauðfjárbænda tengjast þannig ekki með beinum hætti nýgerðum búvörusamningum og helgast að mestu af einstaklega óhagstæðum ytri aðstæðum sem bændur ráða ekki við. Þessi forsendubrestur mun koma harðast niður á þeim sveitum þar sem sauðfjárrækt er hryggjastykkið í atvinnulífi og byggðafestu. Afleiðingarnar gætu orðið fjöldagjaldþrot til sveita með tilheyrandi byggðaröskun.
 
Þessi staða er grafalvarleg eins og bændur hafa ítrekað bent á. Margra mánaða viðræður við stjórnvöld hafa hins vegar litlu skilað. Landssamtök sauðfjárbænda telja því einsýnt að bændur og Alþingi taki höndum saman og bregðist við þessum bráðavanda án tafar,“ segir í bréfi formannsins.
 
Með bréfinu fylgdu útreikningar RML:
 
 
 

Skylt efni: sauðfjárbúskapur

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...