Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hans konunglega hátign Karl  Bretaprins.
Hans konunglega hátign Karl Bretaprins.
Fréttir 2. janúar 2018

Gróðureyðingin á hásléttunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Karl Bretaprins hefur skorað á fyrirtæki heims að undirrita Cerrado stefnuyfirlýsinguna sem felur í sér vilja til að vernda náttúrulega mikilvæg svæði á heimsvísu.

Eyðing regnskóga Amason­svæðisins er kunnuglegt stef sem hefur verið umfjöllunarefni náttúruverndunarsinna síðustu þrjá áratugi. Í dag er þorri almennings meðvitaður um hætturnar sem skógareyðingin veldur.

Ein ástæða þess að dregið hefur úr skógareyðingu í Brasilíu er að sú að hluti þeirra fyrirtækja sem áður stóðu fyrir skógareyðingunni hafa flutt starfsemi sína yfir á graslendi og sléttur landsins. 

Áhyggju umverfisverndunarsinna í dag beinast að þeirri staðreynd að til að draga úr eyðingu regnskóganna vegna framleiðslu á soja og nautakjöti hafa framleiðendurnir flutt sig yfir á minna nýtt náttúrulegt graslendi. Talið er að náttúrulegt graslendi í Brasilíu þeki um tvo milljón ferkílómetra lands.
Prinsinn af Wales ítrekaði fyrir skömmu að alvarleika málsins og benti á að náttúrulegum gresjum um allan stafaði hætta af aukinni ræktun og þyrfti á aukinni vernd að halda.

Þrátt fyrir að vistkerfi gresja hafi ekki verið jafn mikið í umræðunni og vistkerfi regnskóganna undanfarin ár er það engu minna mikilvægt. Fjölbreytni dýra og plantna á gresjum er mikil og þær eru ekki síst mikilvægar fyrir það hversu vel þær binda koltvísýring.

Í dag hafa 23 stórfyrirtæki skrifað undir Cerrado yfirlýsinguna. Þar á meðal eru Walmart, Marks & Spencer, Sainsbury’s, Carrefour, McDonald’s, Nando’s, Nestle og L’Oreal.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...