Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Svína- og kjúklingabændur óttast að mörg störf gætu tapast í innlendri kjötframleiðslu ef Ísland gefur eftir tugprósenta markaðshlutdeild í kjötafurðum.
Svína- og kjúklingabændur óttast að mörg störf gætu tapast í innlendri kjötframleiðslu ef Ísland gefur eftir tugprósenta markaðshlutdeild í kjötafurðum.
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 1. september 2016

Bændur senda stjórnvöldum tóninn

Forystumenn svína- og kjúklingabænda gagnrýna stjórnvöld harðlega vegna ámælisverðra vinnubragða í samningum við Evrópusambandið um viðskipti með búvörur. Þeir hafa sent harðort bréf til allra þingmanna um tollamálin þar sem þeir fullyrða að ekki hafi verið gætt að íslenskum hagsmunum í samningnum. Þar hafi fyrst og fremst verið hugsað um hag innflutningsfyrirtækja á Íslandi.

Bréfið til þingmannanna hljóðar svo:

Ágætu þingmenn.

Í dag er á dagskrá Alþingis síðari umræða  um samning Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Á lokastigum umfjöllunar í atvinnuveganefndin voru gerðar athugasemdir við vinnu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um hvernig draga mætti úr neikvæðum áhrifum tollasamningsins við ESB. Af þessu tilefni er rétt að ítreka að Félag kjúklingabænda og Svínaræktarfélag Íslands töldu tillögur starfshópsins vera lágmarksaðgerðir til að styðja við innlendan landbúnað eftir að samningurinn við ESB tekur gildi. Íslensk stjórnvöld hafa skýr markmið um lyfjalausan landbúnað og í gangi er umfangsmikil vinna til að bæta aðbúnað dýra. Á sama tíma er opnað fyrir innflutning á vöru sem mætir ekki þessum kröfum. 

Vinna stjórnvalda við gerð tollasamningsins við Evrópusambandið er afar ámælisverð og er óhætt að segja að þar hafi ekki verið gætt að íslenskum hagsmunum, nema þá kannski sérhagsmunum innflutningsfyrirtækja á Íslandi. Utanríkisráðuneytið lét ekki gera neina greiningu á hagsmunum Íslands. Ekkert mat var lagt á það hvað gerast myndi ef Ísland gefur eftir tugprósenta markaðshlutdeild í kjötafurðum né heldur hversu mörg störf gætu tapast í innlendri framleiðslu. Það er einnig alvarlegt umhugsunarefni, hvort það teljist samræmast hagsmunum Íslands, að gerðir séu samningar við 500 milljón manna ríkjabandalag um viðskipti af þessu tagi.

Þá er einnig rétt að koma þeirri gagnrýni á framfæri að stjórnvöld höfðu ekkert samráð við svínabændur og kjúklingabændur við undirbúning samnings Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Það getur ekki talist vera eðlileg stjórnsýsla að gera samninga sem getað kollvarpað heilu atvinnugreinunum án nokkurs einasta samráðs.

Það bætir ekki úr að breytt sé niðurstöðu starfhóps ráðherra með tillögum sem mæta þörfum innflytjenda en ekki neytenda og bænda.“

Undir bréfið rita nöfn sín Ingimundur Bergmann, formaður Félags kjúklingabænda og Björgvin Jón Bjarnason, formaður Svínaræktarfélags Íslands. 

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...