Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Neysla á nautakjöti í Asíu hefur aukist um 69% og svínakjöti um 42%.
Neysla á nautakjöti í Asíu hefur aukist um 69% og svínakjöti um 42%.
Fréttir 12. september 2018

Aukin kjötneysla mun hafa slæm áhrif á umhverfið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný greining á kjötneyslu í heiminum bendir til að neysla á kjöti muni aukast með auknum fólksfjölda og að aukning í neyslu kjöts muni hafa verulega slæm umhverfisáhrif.

Í grein sem birt var í Science er haft eftir faraldsfræðingi við háskólann í Oxford að kannanir sýna að neysla á kjöti í heiminum sé að aukast og að flest bendi til að hún eigi eftir að aukast enn meira á næstu áratugum vegna aukins mannfjölda. Samkvæmt greininni er ekki nóg með að mikil kjötneysla sé slæm fyrir umhverfið, meðal annars vegna áhrifa kjötframleiðslu til aukinnar hlýnunar jarðar, því mikil kjötneysla, sérstaklega unnar kjötvörur, eykur líkur á ristilkrabbameini og hjartasjúkdómum.

Fram kemur að meðalneysla á kjöti jókst úr 23 kílóum árið 1961 í 43 kíló á mann árið 2014. Aukningin í framleiðslu á kjöti í heiminum frá 1961 til okkar tíma er ríflega fjórföld.

Reyndar hefur dregið úr kjötneyslu í nokkrum löndum heims undanfarin ár. Kjötneysla á Bretlandseyjum hefur til dæmis minnkað um 4,2% og neysla á beikoni um 7% frá 2012. Aðra sögu er að segja frá Kína og mörgum löndum í Austur-Asíu þar sem neysla á kjöti hefur aukist um 76% og er enn að aukast frá aldamótum. Neysla á nautakjöti í Asíu hefur aukist um 69% og svínakjöti um 42% á sama tíma.

Í dag eru íbúar jarðar tæplega 7,7 milljarðar og gera spár ráð fyrir að þeir verði 10 milljarðar árið 2050 ef ekkert alvarlegt gerist til að draga úr fólksfjölda. Í greininni í Science segir að ekki sjái fyrir endann á því hvernig eigi að sjá stórum hluta þess fólks fyrir kjöti án þess að ganga alvarlega á umhverfið og valda gríðarlegum umhverfisspjöllum.

Skylt efni: Umhverfismál | Kjötneysla

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...