Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Burstaormar.
Burstaormar.
Fréttir 15. janúar 2020

412 nýjar tegundir greindar 2019

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir þá staðreynd að líffræðileg fjölbreytni eigi undir högg að sækja í heiminum og að á hverju ári fækki dýra- og plöntutegundum í heiminum er það svo að enn eru að finnast tegundir sem ekki hafa verið greindar áður.

Á síðasta ári skráði Náttúru­gripasafnið í London 412 tegundir lífvera sem ekki hafði verið lýst áður. Meðal nýskráðra lífvera eru fléttur, snákar, útdauðar risaeðlur og bjöllur.

Fleiri tegundir deyja út en greinast

Þrátt fyrir þessar góðu fréttir segja sérfræðingar í líf­fræðilegri fjölbreytni að því miður deyi fleiri tegundir út á hverju ári en greinast sem áður óþekktar. Einnig er sagt líklegt að margar tegundir deyi út áður en þær eru greindar og því ekkert vitað um þær.

Fundur og greining nýrra lífvera er alltaf spennandi og veitir vísindunum aukna innsýn í þróun lífsins og hversu mikið við eigum enn ólært um margbreytileika lífsins.

Bjöllur í meirihluta

Af nýgreindum tegundum árið 2019 eru bjöllur í meirihluta, alls 171 tegund. Ein af þessum bjöllutegundum, Nelloptodes gretae, sem fannst á síðasta ári í Japan, Malasíu, Kenía og Venesúela, var nefnd í höfuðið á sænska umhverfisverndarsinnanum Gretu Thunberg.

Meðal annarra dýrategunda sem greindust eru átta eðlutegundir, fjórir fiskar og ein slöngutegund auk vespu, margfætlu, lúsar, snigils og nokkurra fiðrilda. Meðal útdauðra tegunda sem greindar voru eru snjáldurmús, eitt pokadýr og tvær tegundir af risaeðlum. Þá greindust einnig tólf tegundir burstaorma sem lifa djúpt á botni Kyrrahafsins.

Á síðasta ári voru einnig greindar sjö nýjar plöntutegundir og sjö nýjar fléttur. 

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...