Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf. vegna fiskeldis á landi í Auðlindagarði HS Orku við Garð á Reykjanesi.

Samherji stefnir að umfangsmikilli fiskeldisstöð og rekstrarleyfið gerir ráð fyrir allt að 20.000 tonna lífmassa á hverjum tíma vegna seiða- og áframeldis á laxi, regnbogasilungi og bleikju. Framleiðslugetan yrði allt að 40.000 tonn á ári. Fyrirhugaður Eldisgarður yrði í nálægð við Reykjanesvirkjun og yrði m.a. nýttur ylsjór sem til fellur úr virkjuninni en einnig yrði borað eftir jarðsjó innan lóðar.

Skipulagsstofnun leitaði umsagna 12 aðila vegna áforma Samherja fiskeldis sem undirstrikuðu m.a. mikilvægi þess að kanna áhrif grunnvatnsvinnslu svæðisins og hvernig vatnstakan takmarkar vatnsvinnslu annarra notenda á svæðinu.

Hafrannsóknastofnun benti á að um stóra framkvæmd væri að ræða og ef frárennslið væri það sama og áætluð vatnstaka þá yrði það um fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa. Það væri mikilvægt að nota nægilega næmar aðferðir við vöktun til þess að meta áhrif losunar frá eldisstöðinni og hafa viðbragðsáætlun til staðar ef fiskur slyppi úr kerjum.

Frestur til að senda Matvælastofnun athugasemdir um tillöguna að rekstrarleyfi eldisstöðvarinnar rennur út 1. júlí 2025.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...