Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Garðyrkjustöðin risavaxna í Dubai.
Garðyrkjustöðin risavaxna í Dubai.
Mynd / Crop One
Fréttir 14. september 2022

Framleiðir rúm 900 þúsund kíló af salati á ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Umfangsmesta lóðrétta ræktun (vertical farming) heims er stunduð í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í húsnæði sem er rúmlega 330 þúsund fermetrar með ársframleiðslu á salati upp á rúm 900 þúsund kíló á ári.

Um þessa risavöxnu garðyrkjustöð var fjallað í vefmiðlinum Fast Company í sumar. Þar kemur fram að sé gengið inn í matvöruverslun í borginni séu allar líkur á að salat og grænmeti sem þar er í boði sé innflutt frá Evrópu, þar sem ræktarland og aðgengi að vatni til ræktunar sé þar afar takmarkað. Talið er að um 90 prósent af öllum matvælum í landinu séu innflutt, en nálægt tíu milljónir manna búa þar.

Mikil stærðarhagkvæmni
Sýnishorn af lóðréttri ræktun. Mynd / Wikimedia Commons

Garðyrkjustöðin heitir ECO 1 og er staðsett nálægt flugvellinum í Dubai. Ýmsar salattegundir eru ræktaðar í stöðinni, til að mynda klettasalat og spínat. Bygging stöðvarinnar var samstarfsverkefni Crop One, fyrirtækis sem sérhæfir sig í lóðréttri ræktun nálægt Boston í Bandaríkjunum, og fyrirtækisins Emirates Flight Catering, sem leggur flugfélaginu Emirates Airlines til matvæli og hráefni til matargerðar.

Mikil stærðarhagkvæmni er talin vera fólgin í rekstri á mjög stórum garðyrkjustöðvum með lóðrétta ræktun innandyra, þar sem sjálfvirk stýring er á öllum þáttum ræktunarinnar; meðal annars lýsingu, rakastigi og næringargjöf. Haft er eftir Craig Ratajczyk, forstjóra Crop One, í umfjöllun Fast Company að stöðin hafi reynst vera mjög arðvænleg.

Einstaklega umhverfisvænt

Stöðin er sögð mjög umhverfisvæn í mörgu tilliti, til dæmis nýtingin á vatni sem er talin vera afburðagóð – um 95 prósenta minni vatnsnotkun en í sambærilegri útiræktun. Þá er engin þörf á notkun á skordýraeitri né illgresiseyði því ræktunin fer fram í lokuðu ræktunarkerfi.

Sem stendur er stöðin knúin með hefðbundnum orkugjöfum, en stefnt er á að skipta yfir í sólarorku í framtíðinni.

Í Abu Dhabi, annarri borg í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, er stefnt að því að reisa aðra risastöð og hafa stjórnvöld þar fjárfest fyrir um 100 milljónir bandaríkjadala í verkefninu.

Þar er gert ráð fyrir að hluti fjármagnsins fari í að setja upp rannsóknarmiðstöð til þróunar á enn hagkvæmari leiðum til lóðréttrar ræktunar. Talið er að þessi tegund ræktunar muni ryðja sér mjög til rúms á heimsvísu á næstu árum.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...