Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Vonir er bundnar við að aflétta megi takmörkunum fyrir áramót.
Vonir er bundnar við að aflétta megi takmörkunum fyrir áramót.
Mynd / Pixabay
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking með skæðu afbrigði veirunnar (H5N5) greindist í einu kalkúnaeldishúsi í Ölfusi í byrjun mánaðarins.

Öllum fuglum í því húsi, 1.300 talsins, var slátrað síðar sama dag og greining lá fyrir frá Tilraunastöð HÍ að Keldum og því unnt að stöðva smitmögnun samdægurs. Í kjölfarið var hræjum og öðrum sóttmenguðum úrgangi fargað á tryggilegan hátt og farið í að þrífa og sótthreinsa búið.

Matvælastofnun (MAST) áréttar að fólki stafi ekki hætta af neyslu fuglakjöts.

Tímabundnar aðgerðir

Í október sl. greindust í fyrsta skipti á þessu ári skæðar fuglainflúensuveirur í villtum fuglum. MAST setti þá á óvissustig, sem hækkað var á neyðarstig þegar veiran fannst í kalkúnaeldishúsinu. Er þá unnið eftir viðbragðsáætlun MAST vegna alvarlegra dýrasjúkdóma og farið í tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja útbreiðslu, auk þess sem farið er í sértækar aðgerðir til útrýmingar sjúkdómsins.

Matvælastofnun skilgreindi 10 km svæði umhverfis viðkomandi bú og gefin voru fyrirmæli um sérstakar sóttvarnaráðstafanir á fuglabúum innan þess. Jafnframt jók Matvælastofnun eftirlit með flutningi fugla innan svæðisins og út af því. Sýni eru tekin úr fuglahópum sem fyrirhugað er að slátra og þeir ekki sendir til slátrunar fyrr en niðurstöður liggja fyrir og þær hafa reynst neikvæðar.

Minnst 21 dagur þarf að líða áður en nýir fuglar eru settir inn á búið, segir í upplýsingum MAST um neyðarstig.

Að öllu óbreyttu standa vonir til að smátt og smátt verði hægt að létta takmarkanir og afnema þær að fullu fyrir áramót,

Unnið að raðgreiningu

Þetta er í fyrsta skipti sem skæð fuglainflúensa greinist hér á landi á alifuglabúi og er það litið mjög alvarlegum augum. Fram til þessa hafa greiningar verið einskorðaðar við villta fugla og einn lítinn hóp heimilishænsna árið 2022.

Ekki er vitað hvernig smitið barst inn á kalkúnabúið að Auðsholti en veiran sem um ræðir er af gerðinni H5N5, sem er það afbrigði veirunnar sem hefur greinst í villtum fuglum í haust.

Niðurstöður raðgreininga á veirunni sem greindist í kalkúnunum eru væntanlegar frá Keldum á næstu dögum og þá kemur í ljós hvort um nákvæmlega sama afbrigði er að ræða og það sem hefur fundist í villtum fuglum undanfarið.

Skylt efni: fuglaflensa

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f