Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Spaði frá Stuðlum er nú í Þýskalandi en heldur svo til Bandaríkjanna.
Spaði frá Stuðlum er nú í Þýskalandi en heldur svo til Bandaríkjanna.
Mynd / Alexandra Dannenmann
Fréttir 21. júní 2023

Flest hross flutt til Þýskalands

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls voru 665 hross flutt út á fyrstu fimm mánuðum ársins, að því er fram kemur í tölum WorldFengs, upprunaættbók íslenska hestsins.

Útflutningshrossin skiptust niður í 292 hryssur, 142 stóðhesta og 231 gelding og fóru þau til fimmtán landa. Meira en helmingur þeirra, 337 talsins, fóru til Þýskalands. Fjörutíu hross fóru til Bandaríkjanna, 59 til Svíþjóðar, 59 til Danmerkur, 43 til Sviss, 41 til Austurríkis og 22 til Frakklands.

Alls hafa 27 hrossanna fengið fyrstu einkunn í kynbótadómi. Hæst dæmdu útfluttu hross það sem af er ári eru stóðhestarnir Spaði frá Stuðlum (ae. 8,73), Organisti frá Horni I (ae. 8,72), Púki frá Lækjarbotnum (ae. 8,49), Kambur frá Akureyri (ae. 8,42), Steingerður frá Horni I (ae. 8,41), Sigurfari frá Sauðárkróki (ae. 8,41) og Boði frá Breiðholti, Gbr. (ae. 8,40). Ný heimkynni Spaða og Boða verður
Kentucky-ríki Bandaríkjanna.

Skylt efni: útflutningur hrossa

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...