Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og prófessor í sýklafræði,
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og prófessor í sýklafræði,
Fréttir 4. október 2018

Fjölónæmar bakteríur í innfluttu grænmeti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýlegri rannsókn voru tekin 416 grænmetis- og berjasýni í helstu verslunum á höfuðborgarsvæðinu og hjá innflutnings- og dreifingar­fyrirtæki. Bakteríur ræktuðust í 111 sýnum og í 14 sýnum af inn­fluttu grænmeti fundust bakteríur sem eru ónæmar fyrir fimm eða fleiri sýklalyfjum.

Engar fjölónæmar bakteríur fundust í íslensku sýnunum, það er að segja ónæmar fyrir þremur eða fleiri sýklalyfjaflokkum. Af sýn­unum 416 voru 288 sýni erlend og 127 innlend. Þetta er í fyrsta sinn sem grænmeti til sölu hér á landi er rannsakað með sýklalyfjanæmi baktería í huga. 

Rannsóknin var hluti af meist­ara­verkefni Guðnýjar Klöru Bjarna­dóttur, lífeindafræðings við lækna­deild Háskóla Íslands og var Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og prófessor í sýklafræði, leiðbeinandi hennar.

Svipað magn af bakteríum

Guðný Klara Bjarnadóttir segir að niðurstaða rannsóknarinnar sé góð bæði hvað varðar innlent og erlent grænmeti. „Í heildina mældist svipað mikið magn af bakteríum í innlenda og erlenda grænmetinu, hins vegar fundust einungis bakteríur með áunnið ónæmi í því erlenda.“

Ástandið gott

„Ástandið er betra en við áttum von á,“ segir Karl, „sérstaklega hvað varðar E. coli mengun og fannst bakterían einungis í sex sýnum sem bendir til þess að ástandið sé frekar gott. Önnur baktería, sem kallast Enterobacter cloacae, var langalgengust. Hún reyndist í 14 innfluttum grænmetissýnum vera með áunnið ónæmi fyrir einum til fjórum sýklalyfjum. Þetta er umhverfisbaktería og algeng á grænmeti og yfirleitt skaðlaus. Hún er náskyld E. coli bakteríunni og Salmonellu og getur tekið sér bólfestu í þörmum þess sem borðar mengað grænmeti og þar getur áunnið ónæmið flust yfir í aðrar gerðir baktería í þörmunum. Slíkt er skaðlaust fyrir heilbrigða einstaklinga en getur mögulega haft alvarlegar afleiðingar sýkist viðkomandi einstaklingur og þarf að nota sýklalyf.“

Karl segir að til þess að bakterían geti borist í innlent grænmeti þurfi það að komast í beina snertingu við erlent mengað grænmeti til dæmis ópakkað í grænmetisborðum verslana.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...