Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ráðist verður í allsherjarhreinsun á íslensku strandlengjunni á næstu 3–5 árum.
Ráðist verður í allsherjarhreinsun á íslensku strandlengjunni á næstu 3–5 árum.
Mynd / smh
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Höfundur: smh

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju Íslands, samtals um 20 milljónir króna.

Styrkirnir eru veittir sem hluti aðgerðaráætlunar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í plastmálefnum sem heitir Úr viðjum plastsins. Aðgerðin felur í sér að sett er af stað átak til 3 – 5 ára til allsherjarhreinsunar strandlengjunnar af plasti og öðrum úrgangi.

Styrkhafarnir eru eftirfarandi:

 Styrkhafi
 Styrkupphæð

 Blái herinn

 7,500.000 kr.

 Veraldarvinir

 7,500.000 kr.

 Ocean Missions

 2,500.000 kr.

 Seeds

 2,500.000 kr.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að hreinleiki sjávar sé Íslandi afar mikilvægur og strandhreinsanir gegni þar veigamiklu hlutverki. Tilgangurinn með styrkveitingunum sé að strandlengja Íslands verði hreinsuð með skipulegum hætti, hreinsuðum ströndum verði haldið við, efla vitundarvakningu hjá almenningi um mikilvægi strandhreinsana og virkja áhugasama aðila til þátttöku í átaki um hreinsun strandlengjunnar.

„Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að draga úr plastmengun á ströndum og á hafi. Frjáls félagasamtök og sjálfboðaliðar hafa gegnt lykilhlutverki við þessa hreinsun. Við viljum styðja þau í þessu verki,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...