Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjarnámskeið RML um náttúruverndarverkefnið LOGN
Mynd / Bbl
Fréttir 17. apríl 2020

Fjarnámskeið RML um náttúruverndarverkefnið LOGN

Höfundur: Ritstjórn

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) stendur fyrir fjarnámskeiðahaldi þessar vikurnar, þar sem viðfangsefnið er náttúruvernd og landbúnaður. Til grundvallar námskeiðahaldinu er kynning á verkefninu LOGN, sem er beint framhald verkefnisins Landbúnaður og náttúruvernd. Markmiðið er að fá bændur til að flétta saman sinn landbúnað og störf tengd náttúruvernd.

Sigurður Torfi Sigurðsson
verkefnisstjóri LOGN.

Alls eru um tólf fyrirlestra að ræða, að jafnaði þrír á viku og er fyrsta vikan búin. Hver fyrirlestur tekur um 20-30 mínútur og er þeim streymt í gegnum forritið Teams. Nauðsynlegt er að skrá sig á fyrirlestrana til að fá tengingu. Nóg er að skrá sig einu sinni til að fá tengingu á allra fyrirlestraröðina.

Fyrirlestrarnir hefjast allir klukkan 13.

Áhugasamir geta skráð sig í gegnum vef RML.

 

 

Efni fyrirlestrarraðarinnar er eftirfarandi:

  • 14. apríl - Kynning á LOGN
  • 15. apríl - Kynning á erlendu verkefni
  • 17. apríl - Viðhorf bænda
  • 20. apríl - Náttúruvernd og friðlýsingar
  • 22. apríl - Gróður og vistgerðir
  • 24. apríl - Fuglar og dýralíf
  • 27. apríl - Líf í vötnum
  • 29. apríl - Endurheimt vistkerfa
  • 30. apríl - Búrekstur og náttúruvernd hagnýt atriði og reynsla af friðlandi
  • 4. maí - Endurheimt landnámsskóga
  • 6. maí - Náttúruvernd og landbúnaður í skipulagi sveitarfélaga
  • 8. maí - Náttúruvernd og landbúnaður, raunhæf nálgun, nýsköpun og rekstur
Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...