Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændahöllin, Hótel Saga, við Hagatorg í Reykjavík.
Bændahöllin, Hótel Saga, við Hagatorg í Reykjavík.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða möguleikann á að ganga til samnings um kaup á Hótel Sögu. Húsnæðið er sagt geta hentað til að koma starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fyrir á háskólasvæðinu en sú deild er nú staðsett í Stakkahlíð og Skipholti.

Þar segir einnig að forsenda fyrir því að til álita kæmi að ganga til kaupa á Hótel Sögu er að eignin bjóðist á hagstæðum kjörum. Kostnaður við kaupin er talinn vera um fimm milljarðar króna.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að Bændasamtök Íslands og ríkisvaldið hafi átt í viðræðum um hugsanleg kaup ríkisins á Hótel Sögu undir starfsemi Háskóla Íslands undanfarnar vikur.

„Eins og kemur fram í frumvarpinu er gerður fyrirvari um að kaupin verði á ásættanlegu verði fyrir ríkið og viðræður í gangi um það og hvað sé verið að kaupa. Við eru að skilgreina hvaða lausamunir muni fylgja húsinu og það hefur tekið tíma fyrir Háskólann að gera það upp við sig hvað þeir vilja fá.

Að öllum líkindum mun Félagsstofnun stúdenta fá hluta hússins til umráða og Háskólinn restina og ekki enn ljóst hvað þessir aðilar vilja hafa í húsinu við afhendingu.

Ég ítreka að kaupin eru enn á umræðustigi og ekki komin á blað enn.“ Gunnar segir að Bændasamtökin hafi leitast eftir að vera í húsinu í að minnsta kosti ár gangi kaupin eftir og hefur Háskólinn tekið vel í það.

Skylt efni: Hótel Saga | fjárlög 2020

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...