Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hólar í Hjaltadal.
Hólar í Hjaltadal.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. júní 2020

Fámennið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ferðamenn sjá það sem mikinn kost að á Norðurlandi er hægt að upplifa fámenni, víðáttu og ósnortna náttúru, en slíkt verður að teljast kostur í því ástandi sem ferðaþjónusta í öllum heiminum er í um þessar mundir. 
 
Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum úr rannsókn á markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja og sveitar­félaga á Norðurlandi, sem unnin var af Rannsóknarmiðstöð ferðamála í samstarfi við Háskólann á Hólum á síðasta ári fyrir Markaðsstofu Norðurlands.
 
Norðurljós og hvalaskoðun
 
Norðurljós, hvalaskoðun og gönguferðir eru þeir möguleikar í afþreyingu sem flestir ferðamenn nefndu í sérstakri viðtalsrannsókn, og helstu seglarnir eru Akureyri, Mývatn, Dettifoss og fossar almennt.
Ferðaþjónustufyrirtæki á Norður­landi stýra sinni eigin markaðssetningu sjálf, þótt meirihluti þeirra kaupi sér sérfræðiaðstoð þegar á þarf að halda. Bókunarsíður og ferðaheildsalar gegna veigamiklu hlutverki, þá sérstaklega þær fyrrnefndu sem ný fyrirtæki nýta sér mikið.
 
Úr Flateyjardal. Ferðamenn sjá það sem mikinn kost að á Norðurlandi er hægt að upplifa fámenni, víðáttu og ósnortna náttúru. Mynd / Hörður Kristjánsson
 
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...