Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Verkefnið snýst um að flytja Eyjafjarðarbraut vestari austur fyrir Hrafnagilshverfið þannig að vegurinn liggi meðfram árbakka Eyjafjarðar. Vegalengdin er um 3,6 kílómetrar.
Verkefnið snýst um að flytja Eyjafjarðarbraut vestari austur fyrir Hrafnagilshverfið þannig að vegurinn liggi meðfram árbakka Eyjafjarðar. Vegalengdin er um 3,6 kílómetrar.
Mynd / Vegagerðin
Fréttir 20. apríl 2022

Eyjafjarðarbraut vestari færð niður að árbakka við Hrafnagil

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýr vegur, tæplega fjórir kílómetrar að lengd, verður lagður við Eyjafjarðarbraut vestri, meðfram bökkum Eyjafjarðarár neðan við Hrafnagilshverfið.

Vegagerðin bauð verkið út og bárust fjögur tilboð sem voru opnuð nýlega. Áætlaður verktakakostnaður er tæpar 500 milljónir króna.

Tilboðin sem bárust voru öll frá norðlenskum fyrirtækjum og öll undir kostnaðaráætlun. Tilboð frá G.V. Gröfum var lægst, upp á 375,5 milljónir króna, 75% af áætluðum kostnaði. Tilboð frá G. Hjálmarssyni var um 95% af kostnaðaráætlun og Nesbræður voru með tilboð nálægt 96% af áætluðum kostnaði. Árni Helgason ehf. í Ólafsfirði átti hæsta boð, um 490 milljónir króna.

Verkefnið snýst um að flytja Eyjafjarðarbraut vestari austur fyrir Hrafnagilshverfið þannig að vegurinn liggi meðfram árbakka Eyjafjarðar. Vegalengdin er um 3,6 kílómetrar.

Nýjar heimreiðar verða einnig lagðar samhliða, um 250 metrar langar. Tvær tengingar verða gerðar, önnur við Jólahúsið og hin syðst í hverfinu, norðan við Bakkatröð.

Verktími er áætlaður rúm tvö ár en verkinu á að vera að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024.

Um 300 íbúar eru í Hrafnagils- hverfi nú en samkvæmt nýju deiliskipulagi sem er í kynningu er gert ráð fyrir um það bil 100 nýjum íbúðum í hverfinu.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f