Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Matvælastofnun hefur varað við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey.
Matvælastofnun hefur varað við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey.
Mynd / Sigurður Már Harðarson
Fréttir 1. október 2025

Díoxínmenguð Landnámsegg

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur varað við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey, vegna þess að of mikið magn af eiturefninu díoxíni fannst í þeim við reglubundið eftirlit.

Um pakkningar með lotunúmersmerkingu „Best fyrir 7 október 2025“ er að ræða og er sú framleiðslulota innkölluð.

Ekki vitað um uppruna mengunarinnar

Hænur Landnámseggja hafa verið fluttar inn í hús á meðan rannsókn stendur yfir, en ekki er vitað um uppruni mengunarinnar.

Díoxín er þrávirkt eiturefni sem getur myndast til að mynda frá alls konar iðnaði og við háan bruna. Efnið brotnar mjög hægt niður í náttúrunni og getur borist á milli dýrategunda.

Þetta er í annað skiptið sem díoxínmengun greinist yfir mörkum í Landnámseggjunum í Hrísey.

Landnámsegg ehf. hóf starfsemi í byrjun árs 2020. Varphænurnar landnámshænur sem hafa gengið úti frjálsar, en þær verpa heldur smærri eggjum en gerist á hefðbundnum eggjabúum og þau eru mismunandi að lögun, stærð og lit.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...