Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Deilt er um dýravelferð
Mynd / Pixabay
Fréttir 7. mars 2025

Deilt er um dýravelferð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsvarsmenn Dýraverndarsambands Íslands eru ósáttir við að stjórnsýsla dýravelferðar verði áfram undir Matvælastofnun og vilja að hún verði óháð stjórnsýslu matvælaeftirlits. Þeir segja að sein eða engin viðbrögð við dýraníði séu dæmi um vanhæfi stofnunarinnar til að sinna skyldum sínum.

Lögfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, sem jafnframt situr í Fagráði um velferð dýra fyrir hönd samtakanna, telur það að kljúfa dýravelferð frá Matvælastofnun hins vegar ekki skynsamlegt eða til þess fallið að styrkja velferð dýra. Innan stofnunarinnar sé yfirgripsmikil sérþekking og önnur starfsemi stofnunarinnar eigi mikla samleið með dýravelferð.

Dýraverndarsambandið leggur til að stofnuð verði sérstök Dýravelferðarstofa sem heyri undir ráðuneyti umhverfismála. Væri þannig klippt á hugsanleg hagsmunatengsl matvælaframleiðslu og dýravelferðar og henni gert hærra undir höfði. Til vara er lagt til að setja dýravelferð undir nýstofnaða Náttúruverndarstofnun, sem nú þegar hafi víðtækt hlutverk til verndar líffræðilegri fjölbreytni og sjái um stjórnun veiða á villtum fuglum og spendýrum.

Lögfræðingur Bændasamtakanna segir málaflokknum stýrt með ágætum hjá Matvælastofnun og ekki ástæða til að ætla að betur yrði að verki staðið annars staðar.

Sjá nánar á bls 20 í nýju Bændablaði.

Skylt efni: dýravelferð

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...