Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá grænmetis- og ávaxtadeildinni í Costco á Íslandi.
Frá grænmetis- og ávaxtadeildinni í Costco á Íslandi.
Mynd / smh
Fréttir 28. september 2017

Costco lengir geymsluþolið með réttri hitastýringu

Höfundur: smh
Steve Barnett, viðskiptastjóri Costco fyrir Bretland og Ísland, segir að í reglum um lífræna vottun í Bretlandi – sem gildi einnig um allt sem er ræktað annars staðar og kemur til landsins – sé ekki leyft að meðhöndla grænmeti og ávexti eftir uppskeru þannig að það lengi geymsluþolið. 
 
Steve Barnett.
Bændablaðið sendi fyrirspurn til hans til að fá upplýsingar um hvort Costco beitti einhverjum sérstökum að­ferðum til að lengja líftíma hins lífrænt vottaða grænmetis og ávaxta sem Costco selur í verslun sinni á Íslandi. Steve Barnett segir að allir þeir framleiðendur lífrænt vottaðra vara sem Costco er í viðskiptum við lúti ströngu regluverki og séu teknir út árlega af The Soil Association, sem er eftirlitsaðili í Bretlandi. 
 
Costco rannsakar fersku vörurnar
 
Hann segir að Costco sinni sjálft eigin rannsóknum á öllum ferskum vörum, lífrænt vottuðum sem öðrum, og athuga hvort leifar skordýraeiturs finnast í þeim. Þá sé fyrirtækið sjálft undir árlegu eftirliti af hálfu The Organic Food Federation. „Það er fylgst gaumgæfilega með öllum vörum sem fluttar eru til Íslands. Í því skyni höfum við sett upp kerfi sem kallast Cold Chain Visibility Program og notum til þess búnað sem heitir Sensitech TempTale® RF monitors til að fylgast með öllum flutningum. Þessi búnaður gerir okkur fært að halda aðstæðum ákjósanlegum og kjörhita – og þannig lengja líftíma varanna,“ segir Steve Barnett.
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...