Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Árni Braga­son landgræðslustjóri, Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúru­rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Árni Braga­son landgræðslustjóri, Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúru­rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Mynd / Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Fréttir 3. ágúst 2021

Byggja upp gestastofu í Vatnajökulsþjóðgarði þar sem áður var hótel

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Uppbygging gestastofu Vatna­jökulsþjóðgarðs á Skútustöðum í Mývatnssveit er hafin. Ríkið keypti í upphafi árs fasteignina Hótel Gíg sem þar er og gegndi upphaflega hlutverki barnaskólasveitarinnar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hóf verkefnið formlega en í stað hefðbundinnar skóflustungu tók hann, ásamt forstjórum fjögurra stofnana og sveitarstjóra í Skútustaðahreppi, sér verkfæri í hönd og tóku niður hurðir á því sem áður voru hótelherbergi, en verða í framtíðinni skrifstofurými fyrir stofnanirnar.

Nýjar hjarir á öðrum stað

Hurðunum hafa þegar verið fundnar nýjar hjarir á öðrum stað í Mývatnssveit, í anda hringrásarhagkerfisins að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. Að breytingunum loknum mun Gígur hýsa gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit, auk starfsaðstöðu fyrir starfsfólk þjóðgarðsins og þriggja annarra stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins; Umhverfisstofnunar, Landgræðslunnar og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (Ramý).


Allt kapp hefur verið lagt á að nýta innréttingar og innanstokksmuni í húsinu ellegar finna þeim nýjan stað eða nýtt hlutverk annars staðar. Húsið, sem áður hýsti Skútustaðaskóla, stendur á einstökum útsýnisstað við Mývatn og þóttu kaup á því hagstæður kostur fyrir ríkissjóð sem gætu um leið skapað tækifæri í Mývatnssveit. Skútustaðahreppur hefur áform um að nýta hluta af húsnæðinu undir atvinnuskapandi nýsköpun og þekkingarsetur.

Einnig gefst möguleiki á að útbúa þar starfsaðstöðu fyrir opinber störf án staðsetningar, t.d. á vegum annarra stofnana ríkisins, háskóla og rannsóknaraðila.

Starfsstöðvar þjóðgarðsins á sex stöðum

Í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er kveðið á um lögbundin áform ríkisins um að halda úti sex meginstarfsstöðvum þjóðgarðsins sem mynda þjónustunet. Þegar hafa meginstarfsstöðvar í Ásbyrgi, Skaftafelli, á Skriðuklaustri og Hornafirði verið settar á laggirnar og bygging meginstarfsstöðvar á Kirkjubæjarklaustri er hafin. Með uppbyggingu gestastofu í Mývatnssveit er því búið að fullnusta uppbyggingu þessa mikilvæga þjónustunets Vatnajökulsþjóðgarðs.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...